Hádí
Var búin að skrifa ágætis blogg en tókst einhvern veginn að klúðra því þegar ég reyndi að setja inn mynd. Því miður virðist ég ekki muna lengur hvernig á að gera það :(
Ég varð að skrifa eitthvað inn á síðuna okkar svo hún lognist nú ekki alveg út af. En þar sem það styttist nú óðum í það að flestir fara að vinna eða í skóla þá lifnar síðan nú örugglega við aftur. 'Eg hef engar áhyggjur af því.
Mig langaði bara að vita hvað Hákarar ætla að gera um helgina... Ég er til í útilegu þar sem sólin skín og fuglarnir syngja í takt við sumargoluna. Hvað með ykkur??
Endilega kommentið, kæru Hákarar.
Kveðja.
þriðjudagur, júlí 27, 2004
=^ ^=
Birt af Ólöf kl. 1:20 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|