miðvikudagur, júlí 14, 2004

The morning I wake up....

Before I put on my makeup...

Ég varð að byrja bloggið á þessum orðum til að koma þeim frá mér vonandi fyrir fullt og allt... Er nefnilega búin að vera með þetta lag á heilanum síðan á fimmtudaginn!
Ég ætlaði hinsvegar ekki að tala um brúðkaup í dag, nei nei, heldur útilegu. Við Ruben erum alveg til í eina skemmtilega útilegu í góðu veðri (vonandi). Erum búin að fá leyfi til þess að fara á bílnum hennar Írisar sis og einnig búin að fá lánað tjald hjá Önnu Fanneyju sis og svo er ég tilbúin með kíkir, fuglahandbókina og íslensku plöntuhandbókina ásamt myndavél! Það verður því stuð og gaman hjá mér og íslenska lífríkinu...
Hverjir ætla að skella sér með?