miðvikudagur, júní 15, 2005

Grill heima hjá okkur á 17.júní!!

Jæja þá erum ég og Jói búin að ákveða að bjóða þeim háksmeðlimum sem vilja og geta að koma heim til okkar næsta föstudag (17.júní)....áður en haldið er niður í bæ um kvöldið.......að grilla á nýja grillinu okkar. Nema auðvitað að Bryndís og Rúnar ætla að halda matarklúbb þá.....þá endilega látið okkur vita.

Annars vorum við að hugsa um að allir kæmu með kjöt eða eitthvað annað á grillið fyrir sig og sína (og líka kartöflur hjá þeim sem vilja), en við Jói ættum að geta reddað salati og sósu sem meðlæti. HVERNIG LÍST YKKUR HÁKSMEÐLIMUM Á?? Endilega að kommenta sem fyrst hvort og hverjir ætla að koma og hverjir ekki.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur héðan úr Engjaselinu og það er ekkert lát á því að kúlan hætti að stækka....held barasta að það sé breyting á hverjum klukkutímanum sem líður....hehehe!! Á morgun er síðasti vinnudagurinn minn....jibbý, jey!! Enda er löngu kominn tími á að ég fari í smá frí svo að barnið fari nú ekki að koma of snemma í heiminn, enda ekki nema um 4 vikur eftir (+/-2 vikur).....