mánudagur, júní 20, 2005

Á leið í frí í Borgarfjörðinn

Hæ hæ
það er allt fínt að frétta af mér, þetta er búin að vera ágætis helgi. Ég var í barnaafmæli í dag og borðaði auðvitað yfir mig af kökum og öðru góðgæti. Á laugardaginn gengum við litla fjölskyldan upp Laugarveginn, það er nú bara frétt vegna þess að ég geri það eiginlega aldrei sem er synd. Við vorum í smá gjafaleit að útskriftargjöf og innflutningsgjöf. Við enduðum svo reyndar í Kringlunni þar sem gjafirnar fundust. Ég fékk reyndar eitt óvenjulegt tilboð þessa helgi, ég var spurð hvort ég vildi taka þátt í tískusýningu. Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að fá þessa spurningu. En þessi tískusýning fer fram við varðeld á Bryggjuhátíðinni á Drangsnesi og sú sem sýnir fötin gerir þau sjálf úr skinni og þæfðri ull, hún er listakona frá Akureyri. Já hvað finnst ykkur ætti ég ekki bara að slá til, ég er ekki búin að svara en ég held ég hafi bara gaman að þessu og geri bara einu sinni eitthvað öðruvísi, það verða hvort sem er allir komnir í glas og muna ekkert eftir þessu daginn eftir, segjum það allaveganna :)
En ég og Geirmundur ætlum nú á morgun að skella okkur í heimsókn í Borgarnes til Helgu vinkonu og vera eitthvað fram eftir vikunni. Ég læt ykkur svo vita varðandi matarklúbbinn vonandi sem fyrst. En eitt að lokum ég var víst nr. 9998 ohhh næstum því.
Síjú girls soon
bæjó og hafið það gott.
kveðja Bryndís