mánudagur, júní 27, 2005

Næsti matarklúbbur

Jæja mathákar

Við Grímur bjóðum til matarklúbbs í sveitinni aðra helgina í júlí. Maturinn verður á laugardagskvöldið. Það er risastórt tún við bæinn sem við getum haldið útileigu (og salerni og sturta í íbúðarhúsinu). Allir velkomnir fyrr ef þið viljið lengri útileigu. Þið mætið með eigin tjöld. Það er sundlaug á staðnum sem er mjög fín, fullt af góðum gönguleiðum og hverfisbar. Einnig verða mánaðargamlir hvolpar sem skemmtiatriði og ef rignir er öruggt húsaskjól hjá Bjarna og Oddnýju.

Rúnar, Bryndís, Elsa og Fjalar og við Grímur ofcourse erum pottþétt. Thelma og Jói geta kíkt í bíltúr með nýju dömuna , sem ég stend fast við að komi í heiminn þann fimmta, og auðvitað Rúnar junior. Ef daman er ekki komin í heimin þá fékk ég þær upplýsingar frá ljósunum á spítalanum að skurðstofan á Selfossi er lokuð í júlí en fæðingardeildin er opin. Það tekur max um 1 klst og 10 mín að komast á lansann frá sveitinni en ég hef farið þetta mun hraðar með sjúkraflutningamönnunum á selfossi. (Bara svona til að róa Jóa). Ef Sigurvdeig er að vinna um helgina þá er mjög stutt´fyrir hana að fara og við getum svo kíkt á sýninguna og jafnvel farið í dýragarðinn í slakka eða eitthvað svipað.

Kvepja Dögg