Halló dömur
Það hefur ekki heyrst mikið frá mér undanfarið svo ég ákvað að koma með smá fréttir af sjálfri mér. Um miðja síðustu viku kláraði ég kandidatsárið og er nú orðin deildarlæknir á kvennadeild. Með lækningarleyfi og alles. Það eru mikil viðbrigði að fara að vinna á kvennadeildinni, allt öðruvísi sjúklingar en ég á að venjast og miklu meiri ábyrgð. Ég er því búin að vera með hjartað í buxunum síðan ég byrjaði og fundist ég vera voða vitlaus en það var fyrsti dagurinn í dag sem mér fannst þetta ganga bærilega. Það er heilmikið kennsluprógramm og fyrsta daginn var mér rétt 300 bls bók og sagt að lesa hana á viku, svo myndi ég fá nýja bók að henni lesinni. Ég er að streða við að reyna að klára, búin með 100 bls og á að skila á miðvikudaginn. Ég næ kannski 50 í viðbót í kvöld.
Auk þess er ég að lappa upp á æfingaprógrammið mitt. Í vetur hefur þetta verið þannig að ég æfi sæmilega seinnihluta mánaðarins en svo byrja ég á nýrri deild, þarf að læra allt upp á nýtt og er voða þreytt þegar ég kem heim og hef ekki orku í þetta þar til ég er nokkuð vel komin inn í hlutina. Svo æfi ég í hálfan mánuð og svo hef ég þurft að skipta um deild uppá nýtt. Núna verður sama deildin í ár jíbí.
Grímur er að vinna í sveitinni þessa dagana og erum við að keyra á milli til að hittast. Ég fór í sveitina á föstudaginn og fylgdist með mínum heittelskaða spila leik í sunnlennsku deildinni. Voða gaman. Svo gekk á með afmælum og skírnarveislum í bænum það sem eftir lifði helgi.
Ég fer í sumarfrí um 12-13 júlí og verð í 4 og hálfa viku, ég get ekki beðið.
Hvað er annars að frétta af ykkur
Kveðja Dögg
mánudagur, júní 06, 2005
Nýtt líf
Birt af Ólöf kl. 9:02 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|