föstudagur, ágúst 26, 2005

CLINT EASTWOOD!!!!!!!!!

Jæja nú er maður búinn að hitta fræga og fína fólkið á Íslandi....en ég og Elsa sáum Clint Eastwood á æfingu síðasta þriðjudag..... Er þetta ekki fín ástæða fyrir að fara á æfingu núna?? ;-)

Annars ætla ég að athuga hverjar vilja koma heim í kvöld (föstudag) og bara gera eitthvað skemmtilegt saman? Strákarnir ætla allir (allavega flestir) að hittast heima hjá Tona í kvöld og spila og mér datt þá í hug að bjóða stelpunum hingað heim, fyrst að ég verð föst heima með tvö stykki börn..... Þið getið jafnvel komið með myndir frá USA og sýnt mér!!!

Endilega kommentið á þetta og látið vita hvort að þið komist eða ekki.....veit að þetta er stuttur fyrirvari.

Kveðja Thelma ungamamma!!!

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Við erum á heimleið

Hæ hæ

Nú er komið að lokum ferðarinnar. Við höfum haft það gott hér í Boston og mikið verið skoðað. Í dag fórum við í Science Museum sem er stórt safn í miðbæ Boston. Við skoðuðum ýmsar hliðar vísindanna meðan hellirigndi úti. Seinni partinn fórum við í Duck tour. Það er skoðunarferð um Boston þar sem keyrt er um í bílum sem eru líka bátar og voru upphaflega notaðir í seinni heimstyrjöldinni. Við keyrðum um Boston og svo út í ánna þar sem farið var hring. Grímur fékk meira að segja að stýra bát/bílnum. Fararstjórinn var með mjög sérstaka viskírödd og sagði okkkur frá helstu sögustöðum borgarinnar.

Við fórum svo á steikhús þar sem fagnað var og skálað fyrir góðri ferð. Nautasteikurnar voru mjööööög góðar og rosalega stórar og náði Rúnar að borða 750 g steik og eftirmat. Geri aðrir betur.

Svo var farið heim á hótel, Strákarnir fóru í borðtennis og fleira á meðan stelpurnar pökkuðu Hmmmmmmm...

Á morgun verða 5 klst notaðar í loka innkaup og flugið fer um kl 20 á Boston tíma. Við lendum svo kl 6. 30 á íslenskum tíma þann 17 ágúst.

Með kærri þökk til ferðafélaga fyrir rosalega skemmtilega ferð.

Dögg og Grímur

laugardagur, ágúst 13, 2005

Kvedja fra Boston

Hallo allir
Nu erum vid komin til Boston. Eftir rumlega 5000km akstur og stopp i 7 fylkjum bandarikjanna erum vid komin a lokastad.
Fyrsta kvoldid i Kanada forum vid ut ad borda a Diner sem leit ekki vel ut i fyrstu en thar fengum vid bestu steikur sem fundist hafa hingad til i ferdinni. Daginn eftir forum vid inn i montreal og byrjudum innkaup. Vegna plassskorts bilum var akvedid ad versla ekki fyrr en i seinni vikunni . Vid slepptum okkur algjorlega a adal verslunargotunni i utsolum og fylltust 2-3 toskur thar. Dogg og Grimur attu vinninginn. Sumir foru i biodome sem er vistkerfi sem buid er til innandyra. I einum sal var regnsskogur i odrum temprad belti osfrv..
Daginn efir var keyrt til Boston og um kvoldd farid ut ad borda a legal seafood sem er vist einn besti sjavarrettar matsolustadur her um slodir. Flestir fengu ser humar og var ann borinn heill a bord med smekk og videigandi verkfaerum. Mjog bragdgodur og veltumst vid ut af veitingarstadnum um sidir. I dag ( fostudag) var lika verslunardagur. vid forum i gotu med outlet budum og versludum merkjavoru odyrt og MIKID af henni.
Kvedja kortaflipparar

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Kvedja fra kanada

Hallo, hallo

Nu erum vid komin til Montreal i Kanada eftir skemmtilega dvol i New York. New York ferdin einkenndist af miklum og longum gonguturum. Vid akvadum ad kynna okkur ekki metro kerfid en lobbudum i stadin um borgina thvera og endilanga. Margir urdu fotsarir og mikid keypt af plastrum.

Vid forum ut ad borda a olive garden sem er flottur veitingastadur vid Times square. Thjoninn thar sagdist vera af islenskum aettum og var thjonusta og matur med thvi besta sem vid hofum kynnst. Vid forum svo i hestvagnaferd i myrkrinu i central park. Vid stelpurnunar skelltum okkur i sex and the city tour um borgina. Leidsogukonan sagdi okkur fra 40 mismunandi stodum i new york og var stoppad i hjalpartaekjabud, vid gotuna sem Carrie byr og a barnum sem Steve og Aidan eiga og thar drukkum vid cosmopolitan. Thad kom a ovart ad allir veitingarstadir og annad er i alvorunni til og eru thaettirnir teknir upp a theim.

Sidasta daginnn i New York forum vid i Six Flags sem er skemmtigardur rett hja borginni. Hann er samsettur af thremur gordum. Safari, thar sem vid keyrdum i gegnum dyragardinn og dyrin voru laus. Strutur goggadi i ruduna og giraffi sleikti bilinn. Runar, Grimur, Dogg, Elsa og Fjalar foru i vatnsgardinn og vorum vid i 3 klst i rennibrautum og var svakalega gaman. Allur hopurinn endadi svo daginn i six flags adalgardinum (tivoli). Nitro , sem er lengsti russibaninn 'i gardinum, stod uppur sem skemmtilegasta ferdin. Um kl 22 gengum vid ut ur gardinum klyfjud tuskudyrum, mjog threytt en ofbodslega anaegd med daginn.

A morgun verdur svo farid ad versla her i Montreal. Vid sendum bestu kvedjur heim og endilega kvittid i kommentin svo vid sjaum hverjir hafa kikt inn a siduna.

Ferdakvedjur Bandarikjafarar

föstudagur, ágúst 05, 2005

Kvedja fra USA

Hallo allir saman

Vid erum nu nykomin til New York a fjorda degi ferdarinnar okkar. Ferdin byrjadi i Baltimore eftir taeplega sex tima flug og byrjadi ad visu med thvi ad annar billinn hafdi verid afpantadur og thad var svona klukkutima vesen ad fa annan bil. Thad reddadist tho. Vid forum svo til washington og gistum i frekar subbulegu hverfi a moteli sem var med leidbeiningar um thad hverning atti ad bregdast vid thvi ef einhver bankadi a hurdina ....hmmmmm. Thad var 40 stiga hiti og sol i hofudborginni medan vid vorum thar. Vid skodudum helstu minnismerki og eyddum rosalega miklum tima a smithsoninan safninu.

Svo var ferdinni heitid til Atlanta og komum vid inn i borgina ad kvoldi og saum ljosin fra ollum spilavitunum. Vid vorum a moteli a frabaerum stad vid strandlengjuna. Vid forum a hladbord a The Taj mahal casino og svo forum vid i spilavitin. Runar vann 350 dollara i rullettu!!!!!!! en vid stelpurnar vorum bednar um skilriki thvi thad var 21 ars aldurstakmark.

I morgun forum vid a boardwalk i Atlanta og keyrdum svo hingad til New York og erum a leidinni nidur a Manhattan til ad fara a flottan veitingarstad...

Vid hofum thad oll gott en sumir sakna krilanna sinna. Bestu kvedjur heim.

Asta, Bryndis, Runar, Dogg, Grimur, Elsa, Fjalar, Olof, Ruben og Sigurveig