Hæ hæ
Nú er komið að lokum ferðarinnar. Við höfum haft það gott hér í Boston og mikið verið skoðað. Í dag fórum við í Science Museum sem er stórt safn í miðbæ Boston. Við skoðuðum ýmsar hliðar vísindanna meðan hellirigndi úti. Seinni partinn fórum við í Duck tour. Það er skoðunarferð um Boston þar sem keyrt er um í bílum sem eru líka bátar og voru upphaflega notaðir í seinni heimstyrjöldinni. Við keyrðum um Boston og svo út í ánna þar sem farið var hring. Grímur fékk meira að segja að stýra bát/bílnum. Fararstjórinn var með mjög sérstaka viskírödd og sagði okkkur frá helstu sögustöðum borgarinnar.
Við fórum svo á steikhús þar sem fagnað var og skálað fyrir góðri ferð. Nautasteikurnar voru mjööööög góðar og rosalega stórar og náði Rúnar að borða 750 g steik og eftirmat. Geri aðrir betur.
Svo var farið heim á hótel, Strákarnir fóru í borðtennis og fleira á meðan stelpurnar pökkuðu Hmmmmmmm...
Á morgun verða 5 klst notaðar í loka innkaup og flugið fer um kl 20 á Boston tíma. Við lendum svo kl 6. 30 á íslenskum tíma þann 17 ágúst.
Með kærri þökk til ferðafélaga fyrir rosalega skemmtilega ferð.
Dögg og Grímur
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Við erum á heimleið
Birt af Ólöf kl. 4:02 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|