þriðjudagur, janúar 31, 2006

Átakið "Höldum vefnum gangandi"

Halló

Hvað segið þið skvísur. Var að klára langa vinnuhelgi og er þegar farin að hlakka til að fá helgarfrí um næstu helgi. Í þessari viku er ég að læra á fósturgreiningardeildinni eða svokölluðum sónar. Það er voða gaman að vera að læra eitthvað nýtt en ótrúlega erfitt að túlka mynd sem maður sér í tvívídd í þrívídd í huganum.. Ég er þegar orðin góð í "kjallarasónar" en þetta er alveg nýtt að ómskoða krílinn við 20 vikur og gera vaxtarmat þegar konurnar eru lengra gengnar. Það er að ómskoða í gegnum kviðinn.
Ekkert planað svo sem í vikunni, ætla að reyna að vera ekki að vinna í umsjónardeildarlæknisstörfunum heima eftir vinnu eins og ég hef gert á nær hverjum degi síðastliðnar þrjár vikur. það var þó til þess að ég var í vinnunni til kl 19 í dag, ég veit svei mér þá ekki hvort er betra.

Hvað er að frétta frá ykkar heimilum? Eru flutningar í þessari viku Sigurveig?

Kveðja Dögg

föstudagur, janúar 27, 2006

Hæ hæ
hvað segið þið gott Háksskvísur, þetta gengur ekki með þennan vef, hann má nú ekki lognast út af. Við verðum að hjálpast að halda lífi í honum. Þá er ég búin að vinna mínu fyrstu vinnuviku, en reyndar fékk ekki að klára hana alveg því Geirmundur tók upp á því að veikjast í dag. Annars er bara fínt að vera byrjuð að vinna. Það er munur að vera farin að tala við eitthvað fólk hérna svo er líka ekki amalegt að vera að passa eina litla frænku sem alveg dýrkar mann og segir öllum að hún sé frænka mín og alltaf þegar hún kallar á mig segir hún frænka eða Bryndís Elfa af því hún heitir Aldís Elva.
Hvað á svo að gera um helgina ?? Ég ætla nú bara að vera heima og taka því rólega og á von á tveim heimsóknum á laugardaginn, þeim Erlu og Haflínu. Svo auðvitað er Ísland-Danmörk í kvöld og Idolið sem byrjar í Smáralindinni í kvöld.
Endilega látið heyra í ykkur og ég segi bara áfram Ísland.
kveðja frá Selfossi

sunnudagur, janúar 22, 2006

Hæ hó

Jæja þá, nú eru jólin endanlega liðin, Ruben er farinn til Boston og byrjar í skólanum á morgun. Svo er bara að bíða eftir páskunum :)
Síðasta vika var mjög fín og leið mjög hratt. Hápunkturinn var á miðvikudaginn þegar við áttum 3 ára brúðkaupsafmæli og skelltum okkur á Herreford (hvernig sem þetta er skrifað). Jii, hvað tíminn líður hratt.
Annars var ég að velta því fyrir mér hvort einhver væri í skrapp stuði? Ég var að fatta það að ég er ekkert búin að sinna þeim málum í nokkuð langan tíma og finnst löngu kominn tími til að klára litla albúmið mitt svo ég geti byrjað á því stóra. Eruð þið í stuði? Vorum við ekki líka að tala um það að hittast kannski einhvern tímann og mála saman? Gera kannski eitt stykki Mónu Lísu eða svo enda allar með eindæmum listrænar og snillingar með pensilinn.
Hvernig gengur annars hjá þér, Ásta? Er veðrið gott í London?
Adios.
Ólöf

mánudagur, janúar 16, 2006

Vikan framundan

Sælar og takk fyrir síðast.

Þetta var mjög skemmtilegt kvöld í alla staði. Til að bloggið stoppi nú ekki aftur ákvað ég að setja inn nokkrar línur. Svo sem ekkert merkilegt. Þessa vikuna eru læknadagar verð ég því tvo daga í þessari viku á fyrirlestrum á Nordica hótel. Ég þarf samt að mæta á morgunfund, sem þýðir að ég þarf að hjóla á spítalann og hjóla svo til baka aftur á hótelið. Sem betur fer er voða gaman að hjóla í snjó, þetta væri hundleiðinlegt ef það væri rigning og rok.

Ég held einn fyrilestur á læknadögum og er búin að semja hann. Þetta er bara stutt erindi, verður örugglega ekki mikið mál. Á föstudaginn erum við svo að fara í sveitina og ætlum að djamma og djúsa alla helgina.

Hvað ætliðn þið að gera þessa vikuna?

Kveðja Dögg

laugardagur, janúar 07, 2006

Gleðilegt ár :)

Sælar.
Ég var að velta næsta laugardag fyrir mér þar sem að strákarnir hafa ákveðið að halda náttfatapartý saman og við allar í bænum. Hvað ætlið þið að gera? Væri nú ekki gaman að hittast? Skella sér saman út að borða á Vegamótum eða eitthvað? Fara smá út úr húsi? Hvað segið þið?
Kveðja, Ólöf.

föstudagur, janúar 06, 2006

Komin á Selfoss !!!

Jæja þá er maður bara orðinn UTLP (Utan af landi pakk) ;) Við erum svona að koma okkur fyrir hérna smátt og smátt. Þetta er bara voða kósý hús nema baðið sem er ekki tilbúið, bara hægt að fara í sturtu og á klósettið. Ég er eiginlega ekkert búin að skoða mig um hérna að sökum veðurs, það hefur verið ógeðslega leiðinlegt alveg síðan við fluttum. Ég og Geirmundur komumst rétt aðeins út í einn göngutúr í næstu búð um daginn og lofaði það góðu það virðist vera nóg af göngustígum sem við þurfum að kanna. Þannig að lífið hérna er bara ágætt hér á Selfossi. Það er hinsvegar ekki nógu gott með vinnuna mína eins og þið vitið og ég næ ekkert í leikskólastjórann fyrr en eftir helgi. En ég er búin að fá dagmömmupláss fyrir Geirmund frá 1. febrúar. Það er þá eins gott að ég fái að fá fljótlega vinnuna mína annars get ég ekki borgað plássið þar sem það er svo helv. dýrt. Afsakið orðbragðið.
Ég bjóst ekki alveg við að vera heimavinnandi hér 1 til 2 mánuði, það kemur sér alls ekki vel fjárhagslega sérstaklega af því ekkert gerist með Vesturbergið og svo er það líka svo fúlt af því að ég hefði getað unnið á Klettaborg lengur og Geirmundur hefði getað verið lengur á sínum leikskóla og við hefðum ekki þurft að drífa okkur svona mikið að flytja. OHHHH égg varð bara aðeins að tjá mig um þetta.
En annars er ekki meira í fréttum héðan frá Selfossi, ég er farin að hljóma eins og fréttaritari, ég kannski verð bara með vikulega pistla frá Selfossi
jæja við heyrumst kannski núna einhvern tímann á netinu því við vorum að komast í netsamband bara í gær. :)
Og endilega látið sjá ykkur.
kveðja Bryndís