Gaurinn keypti sér íbúð þannig að við flytjum inn í næstu viku, íhaaa. Hann er reyndar ekki búinn að láta okkur vita en mamma sagði mér þetta áðan. Og þá er að herða sultarólina (úffúff) og svo einnig bjóða ykkur kannski einhvern tímann í heimsókn ef ég nenni, en já, bara ef ég nenni því þið eruð svo miklar subbur og heimilið mitt alltaf svo hreint og flawless haha eða þannig :)
þriðjudagur, október 24, 2006
fimmtudagur, október 19, 2006
Þetta á eftir að taka smá tíma.
Núverandi föt? Gallabuxur, svartur stuttermabolur og hvít rend hettupeysa
Núverandi tími? 20:24
Núverandi skap? Allt í lagi svona.
Núverandi hár? Slétt eins og alltaf en far eftur teyjuna.
Núverandi pirringur? Kallin hringdi ekki.
Núverandi lykt? Ástu likt.
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera? Leyra eyra.
Núverandi skartgripir? Úr og þórshamar.
Núverandi bók? Character make-up.
Núverandi áhyggja? Ætlar kallin ekkert að hringja.
Núverandi uppáhaldsleikari? Veit það ekki alveg.
Núverandi íþrótt? Út að hlaupa í huganaum.
Núverandi löngun? Í meira M&M með hnetusmjöri.
Núverandi tónlist? Oh ógeðslega leiðinlegt lag með green day, píku rokk úff.
Núverandi ósk? Að kallin hringi núna strax á morgun.
Núverandi texti á heilanum? Það er svona flaut með sænsku hljómsveitinni Peter, Björn and Jhon.
Núverandi farði? Var of þreytt í morgun til að muna setja eitthvað á mig og fékk nett sjokk þegar ég vissi að ég hafði komið í vinnuna nakin um augun.
Núverandi undirföt? eitthvað gamallt úr Top Shop og M&S, með mynd sem sést varla.
Núverandi eftirsjá? Að hafa ekki verið á landinu í janúar og borgað ákveðnum ísl manni til að fá að vinna með honum í ákveðinni mynd.
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið? Leyra eyru.
Núverandi blótyrði? Sjitt.
Núverandi vonbrigði? Að ég hafi náð mér í Maltesers.
Núverandi skemmtun? Súkkulaðið sem ég er að borða.
Núverandi Msn manneskjur sem ég er að tala við? Hef ekki talað við neinn í dag á msn.
Núverandi hlutir á veggnum? Fimm málverk, hilla með litlum munum í, japönsk brúða og spegill með kerti.
Núverandi uppáhalds þáttur? You Are What You Eat, ég elska kellinguna hún er svo nastí við feita fólkið.
Birt af Ólöf kl. 8:27 e.h. |
miðvikudagur, október 18, 2006
Smá pása....
... úr vinnunni. Var að klára að kenna og smá pása fram að deildarfundi:
Núverandi föt? Svartar buxur, svartar sokkabuxur, skærblár bolur, svört kennarapeysa yfir
Núverandi tími? 13:28
Núverandi skap? Ágætu skapi enda ágætur dagur.
Núverandi hár? Uppsett í hnakkanum með hárklemmu
Núverandi pirringur? Þarf á klóið og nenni því ekki.
Núverandi lykt? Eitthvað ilmvatn sem ég á og svo örugglega kennarasvitafýla.
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera? Undirbúa morgundaginn áður en ég fer á fund. Fara á klósettið.
Núverandi skartgripir? 3 hringir og úr
Núverandi bók? Furðulegt háttalag hunds um nótt.
Núverandi áhyggja? Launamál kennara.
Núverandi uppáhaldsleikari? áhmm þarf að finna mér einhvern.
Núverandi íþrótt? ropejóga. vantar samt svoldið kraftinn í það.
Núverandi löngun? að komast heim til að fara á klóið..
Núverandi tónlist? eitthvað lag á x-inu.
Núverandi ósk? að þurfa ekki á klóið (úffpúff)
Núverandi texti á heilanum? enginn.
Núverandi farði? maskari og púður. Púðrið reyndar örugglega löngu farið.
Núverandi undirföt? bara einhver týpísk GAP
Núverandi eftirsjá? Að hafa ekki drifið mig í meistaranám fyrir nokkrum árum síðan.
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið? Rope jóga og svo bara að hugsa um haltrandi köttinn minn.
Núverandi blótyrði? Sjitt, djö*** og fokk.
Núverandi vonbrigði? skúringarkonan var að koma inn og sér mig blogga á vinnutíma
Núverandi skemmtun? Þetta hér
Núverandi Msn manneskjur sem ég er að tala við? Engar
Núverandi hlutir á veggnum? heilinn, hjartað, mænan, augað, sólkerfið, lotukerfið, íslenskar fuglategundir, flóra Íslands, íslenskir kúalitir, takið eftir merkjunum spjald og teikning sem stelpa í 7. bekk var að gefa mér ásamt lista með símanúmerum allra kennslustofanna.
Núverandi uppáhalds þáttur? CSI LasVegas.
Birt af Ólöf kl. 1:34 e.h. |
þriðjudagur, október 17, 2006
Mér leiðist
Núverandi föt? Svartar buxur, svartur bolur
Núverandi tími? 22:09
Núverandi skap? Algjörlega æðislegt, enda nýbúin að panta mér far til útlanda.
Núverandi hár? Úfið
Núverandi pirringur? lætin í Rúnari, hann er uppi að spila við strákana
Núverandi lykt? engin, ég vona samt ekki svitalykt ;)
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera? Ég ætti kannski að vera að taka til eða skrappa í stað þess að hanga í tölvunni.
Núverandi skartgripir? Hringur og úr, ég var að sturta Geirmund og tók því af mér hina hringina og setti ekki á mig hálsmen í morgun, af því ég var heima með Geirmund,eins og ég er vön alla aðra daga.
Núverandi bók? bara krossgátublað, er mjög ódugleg að lesa því miður
Núverandi áhyggja? Línurnar
Núverandi uppáhaldsleikari? á engan sérstakan
Núverandi íþrótt? göngutúrar af og til, og er alveg að fara að fá mér kort í ræktinni, hljómar þetta ekki sannfærandi ? :)
Núverandi löngun? Eitthvað gott súkkúlaði og kók (en læt það samt ekki eftir mér)
Núverandi tónlist? Innilit útlit er nú reyndar ekki tónlist en það er það sem hljómar í eyrunum á mér
Núverandi ósk? hmm leyndó
Núverandi texti á heilanum? bara ekki neitt
Núverandi farði? Enginn
Núverandi undirföt? svört
Núverandi eftirsjá? Ég sé ekki eftir neinu í augnablikinu
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið? Er að hugsa um að horfa á Desperate Housewives, þátt 4 í nýjustu seríunni.
Núverandi blótyrði? Ég blóta aldrei ;)
Núverandi vonbrigði? vigtin
Núverandi skemmtun? Ég er að reyna að skemmta sjálfri mér
Núverandi Msn manneskjur sem ég er að tala við? Var rétt áðan að tala við Kötlu vinkonu
Núverandi hlutir á veggnum? Hérna í stofunni eru tvær myndir, veggkertastjaki og gifsmót af höndum Geirmundar.
Núverandi uppáhalds þáttur? ER, Desperate Housewives og ATM
Jæja nú þið stelpur !!!!
Birt af Ólöf kl. 8:58 e.h. |
sunnudagur, október 15, 2006
Matarklúbbur- tilraun 110...
HVAÐ SEGJA ALLIR UM FIMMTUDAGINN NÆSTA!!! EÐA FÖSTUDAGINN!!!
Birt af Nafnlaus kl. 9:00 e.h. |
föstudagur, október 13, 2006
Kveðja frá Selfossi
Hæ hæ allar
Sorry Sigurveig, ég er aðeins að taka fram fyrir hendurnar á þér. En bara svo allir sjái að þú ert að spá í matarklúbb á mánudaginn þá ákvað ég að vekja athygli á því hér uppi svo örugglega allir sjái þetta. Það eru nefnilega ekki allir sem kíkja á ,,gömul" blogg. Allavega var það bara tilviljun hjá mér.
En annars kemst ég alveg á mánudaginn. Ég er að fara á ráðstefnu í bænum allan daginn á mánudaginn svo það passar bara vel. Rúnar kæmi bara og við færum með Geirmund til mömmu, það er að segja ef hún vill og getur passað fyrir mig þá.
Sem betur fer var ekki matarklúbbur á fimmtudaginn, Geirmundur er búin að vera veikur alla vikuna og ég er heima núna, er aðeins búin að vera einn og hálfan dag í vinnunni þessa viku. Svo þetta er búið að vera hálf skrítin vika. Ég var á námskeiði líka einn hálfan dag svo þar fór hálfur dagur úr vinnu.
Á mánudaginn fórum við með Geirmund í heyrnarmælingu, af því hann er svo seinn í tali vildum við útiloka að það væri eitthvað að heyrninni hjá honum. Það var alveg svosem eins og mig grunaði, heyrnin á honum er alveg eðlileg. Hann er bara frekar seinn og við verðum bara að vera þolinmóð, þetta hlýtur að koma einn daginn. Reyndar finnst mér hann vera að taka framförum og sífellt að bæta við sig orðum og orðin mjög duglegur að syngja. Dagmamman sagði að hann syngi eiginlega meira en hann talar.
Vonandi gengur að hafa matarklúbb á mánudaginn
en allavega sjáumst við sem fyrst
bæjó Bryndís
Birt af Ólöf kl. 10:56 f.h. |
mánudagur, október 09, 2006
Er þetta eitthvað fyrir ykkar mann?
Námskeið fyrir karla
Allir velkomnir, aðeins fyrir karla
Ath: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið. Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
Fyrri dagur
Hvernig á að fylla ísmolamót?Skref fyrir skref með glærusýningu
Klósettrúllur vaxa þær á klósettrúlluhaldaranum?
Hringborðsumræður
Munurinn á ruslafötum og gólfi
Æfingar með körfuefni -teikningar og módel-
Diskar og hnífapör: fer þetta sjálfkrafa í vaskinn eða uppþvottavélina?
Pallborðsumræður og nokkrir sérfræðingar
Að tapa getunni
Að missa fjarstýringuna til makans
-Stuðningshópar-
Læra að finna hluti
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi
-Opin umræða-
Seinni dagur
Tómar mjólkurfernur: eiga þær að vera í ísskápnum eða í ruslinu
Hópvinna og hlutverkaleikir
Heilsuvakt: það er ekki hættulegt heilsunni að gefa henni blóm
PowerPoint kynning
Sannir karlmenn spyrja til vegar þegar þeir villast
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar
Er erfðafræðilega ómögulegt að sitja þegandi meðan hún leggur bíl?
Ökuhermir
Að búa með fullorðnum: Grundvallarmunur á því að búa með mömmu þinni og maka
Fyrirlestur og hlutverkaleikir
Hvernig á að fara með eiginkonunni í búðir
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni
Að muna mikilvægar dagsetningar og að hringja þegar þér seinkar
Komdu með dagatalið þitt í tímann
Að læra að lifa með því að hafa alltaf rangt fyrir sér
Einstaklingsráðgjöf og samtöl
Eina sem þarf er að commenta og karlinn þinn er kominn á biðlista fyrir næsta námskeið.
Varð bara að koma þessu að
kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 8:34 e.h. |
Dagarugl - - - - úbbs
Jæja, ég fokkaði upp öllum dagsetningum í kollinum á mér. Er víst að fara í vetrarfrí helgina eftir 3 vikur sem þýðir sumarbústaðaferð með vinnunni eftir tvær vikur. Þið þurfið ekkert að hlaupa á eftir mér varðandi dagsetningu á matarklúbbi eða pallapartý eða hvað sem okkur dettur í hug þar sem þetta klúður er algjörlega sjálfri mér að kenna (já.. synd að geta ekki kennt t.d. Bryndísi um eða bara Ástu... ) . Svo er ég líka dáldið svekkt yfir því hvað það lengdist tíminn að vetrarfríi sniff sniff.
Annars ætla ég bara að þakka Thelmu og Jóa fyrir flotta afmælisveislu í gær, júhú.
Kv. Ólöf
Birt af Ólöf kl. 7:17 e.h. |
mánudagur, október 02, 2006
Syfjuð í vinnunni!!!!!!
Hæ Skvísur
Ég er hér í vinnunni alveg að morkna úr leiðindum. Ég held að það sé útaf því að við höfðum það bara alltof fínt um helgina. Við vorum að nýta okkur það að þessa helgi þarf ekki að vinna í pallinum því PALLURINN ER TILBÚINN. Loksins!!!!
Við fjárfestum í garðhúsgögnum í síðustu viku og notuðum tækifærið í sólinni um helgina að fá okkur kaffi út á palli. Einnig kom langþráð tækifæri til að hanga yfir sjónvarpinu við duttum ofan í einhver raunveruleikaþátt sem heitir The princes of Malibu og er bara frekar fyndinn. Fjallar um tvo ofdekraða náunga sem eiga að fara að sjá um sig sjálfir eftir að hafa verið í foreldrahúsum alla sína ævi og aldrei unnið handtak. Ég get alveg mælt með þessum þætti, hann er bara fyndinn.
Við keyptum okkur nokkur ljós og erum í óðaönn að útrýma rússunum á heimilinu og erum búin að taka vinnuherbergið í gegn, setja upp fleiri hillur og gera það aðeins fínna.
Nú er komið vöfflujárn á heimilið og svei mér þá ef við getum ekki bara farið að bjóða upp á vöfflur þegar fólk stoppar í kaffi. Þannig að ef einhverjum langar í bíltúr( eða göngutúr fyrir hina Selfyssingana) þá bjóðum við upp á pallaskoðun og vöfflur.
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 2:20 e.h. |