mánudagur, október 02, 2006

Syfjuð í vinnunni!!!!!!

Hæ Skvísur

Ég er hér í vinnunni alveg að morkna úr leiðindum. Ég held að það sé útaf því að við höfðum það bara alltof fínt um helgina. Við vorum að nýta okkur það að þessa helgi þarf ekki að vinna í pallinum því PALLURINN ER TILBÚINN. Loksins!!!!

Við fjárfestum í garðhúsgögnum í síðustu viku og notuðum tækifærið í sólinni um helgina að fá okkur kaffi út á palli. Einnig kom langþráð tækifæri til að hanga yfir sjónvarpinu við duttum ofan í einhver raunveruleikaþátt sem heitir The princes of Malibu og er bara frekar fyndinn. Fjallar um tvo ofdekraða náunga sem eiga að fara að sjá um sig sjálfir eftir að hafa verið í foreldrahúsum alla sína ævi og aldrei unnið handtak. Ég get alveg mælt með þessum þætti, hann er bara fyndinn.

Við keyptum okkur nokkur ljós og erum í óðaönn að útrýma rússunum á heimilinu og erum búin að taka vinnuherbergið í gegn, setja upp fleiri hillur og gera það aðeins fínna.

Nú er komið vöfflujárn á heimilið og svei mér þá ef við getum ekki bara farið að bjóða upp á vöfflur þegar fólk stoppar í kaffi. Þannig að ef einhverjum langar í bíltúr( eða göngutúr fyrir hina Selfyssingana) þá bjóðum við upp á pallaskoðun og vöfflur.


Kveðja Dögg