miðvikudagur, október 18, 2006

Smá pása....

... úr vinnunni. Var að klára að kenna og smá pása fram að deildarfundi:

Núverandi föt? Svartar buxur, svartar sokkabuxur, skærblár bolur, svört kennarapeysa yfir
Núverandi tími? 13:28
Núverandi skap? Ágætu skapi enda ágætur dagur.
Núverandi hár? Uppsett í hnakkanum með hárklemmu
Núverandi pirringur? Þarf á klóið og nenni því ekki.
Núverandi lykt? Eitthvað ilmvatn sem ég á og svo örugglega kennarasvitafýla.
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera? Undirbúa morgundaginn áður en ég fer á fund. Fara á klósettið.
Núverandi skartgripir? 3 hringir og úr
Núverandi bók? Furðulegt háttalag hunds um nótt.
Núverandi áhyggja? Launamál kennara.
Núverandi uppáhaldsleikari? áhmm þarf að finna mér einhvern.
Núverandi íþrótt? ropejóga. vantar samt svoldið kraftinn í það.
Núverandi löngun? að komast heim til að fara á klóið..
Núverandi tónlist? eitthvað lag á x-inu.
Núverandi ósk? að þurfa ekki á klóið (úffpúff)
Núverandi texti á heilanum? enginn.
Núverandi farði? maskari og púður. Púðrið reyndar örugglega löngu farið.
Núverandi undirföt? bara einhver týpísk GAP
Núverandi eftirsjá? Að hafa ekki drifið mig í meistaranám fyrir nokkrum árum síðan.
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið? Rope jóga og svo bara að hugsa um haltrandi köttinn minn.
Núverandi blótyrði? Sjitt, djö*** og fokk.
Núverandi vonbrigði? skúringarkonan var að koma inn og sér mig blogga á vinnutíma
Núverandi skemmtun? Þetta hér
Núverandi Msn manneskjur sem ég er að tala við? Engar
Núverandi hlutir á veggnum? heilinn, hjartað, mænan, augað, sólkerfið, lotukerfið, íslenskar fuglategundir, flóra Íslands, íslenskir kúalitir, takið eftir merkjunum spjald og teikning sem stelpa í 7. bekk var að gefa mér ásamt lista með símanúmerum allra kennslustofanna.
Núverandi uppáhalds þáttur? CSI LasVegas.