föstudagur, október 13, 2006

Kveðja frá Selfossi

Hæ hæ allar
Sorry Sigurveig, ég er aðeins að taka fram fyrir hendurnar á þér. En bara svo allir sjái að þú ert að spá í matarklúbb á mánudaginn þá ákvað ég að vekja athygli á því hér uppi svo örugglega allir sjái þetta. Það eru nefnilega ekki allir sem kíkja á ,,gömul" blogg. Allavega var það bara tilviljun hjá mér.
En annars kemst ég alveg á mánudaginn. Ég er að fara á ráðstefnu í bænum allan daginn á mánudaginn svo það passar bara vel. Rúnar kæmi bara og við færum með Geirmund til mömmu, það er að segja ef hún vill og getur passað fyrir mig þá.
Sem betur fer var ekki matarklúbbur á fimmtudaginn, Geirmundur er búin að vera veikur alla vikuna og ég er heima núna, er aðeins búin að vera einn og hálfan dag í vinnunni þessa viku. Svo þetta er búið að vera hálf skrítin vika. Ég var á námskeiði líka einn hálfan dag svo þar fór hálfur dagur úr vinnu.
Á mánudaginn fórum við með Geirmund í heyrnarmælingu, af því hann er svo seinn í tali vildum við útiloka að það væri eitthvað að heyrninni hjá honum. Það var alveg svosem eins og mig grunaði, heyrnin á honum er alveg eðlileg. Hann er bara frekar seinn og við verðum bara að vera þolinmóð, þetta hlýtur að koma einn daginn. Reyndar finnst mér hann vera að taka framförum og sífellt að bæta við sig orðum og orðin mjög duglegur að syngja. Dagmamman sagði að hann syngi eiginlega meira en hann talar.
Vonandi gengur að hafa matarklúbb á mánudaginn
en allavega sjáumst við sem fyrst
bæjó Bryndís