mánudagur, apríl 30, 2007

Takk fyrir mig

Hæ rúsínur

Vildi bara þakka ykkur fyrir alveg frábæran dag á laugardaginn. Ég skemmti mér alveg stórvel. Það var bara allt æðislegt. Þegar við vorum komin upp á hótel um nóttina þá langaði mig ekkert að fara að sofa því ég vildi helst að dagurinn yrði ekki búinn!!

Þið eruð algjörar perlur, knús á ykkur allar.

PS: Grímur biður ekki fyrir eins kveðjur til strákanna, hann er með glóðarauga á báðum og er marinn um allan líkamann. Hann vildi bara segja: Bíðiði bara!!!!!

Kveðja Dögg

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Gleðilegt sumar!!!

Jæja girls, hvað segið þið svo gott?? Af okkur er bara allt gott að frétta, allir í sumarskapi og erum við svona að fara að tía okkur út í sólina......ég man bara ekki eftir að það hafi áður verið sól og "blíða" á sumardaginn fyrsta ;-) Skulum bara vona að það haldist út daginn. Það er nú reyndar frekar kalt núna, enda klukkan ekki nema 10:25, en vonandi fer að hlýna í dag vegna þess að við ætlum bæði í skrúðgöngu hér í hverfinu klukkan 13:00 í dag og svo í fjölskyldu og húsdýragarðinn með krakkana og jafnvel draga mömmu og pabba með :-) Annars hef ég nú ekki mikið að segja og er þetta því hálf tilgangslaust blogg, en blogg engu að síður.....hehe! Hvað ætlið þið svo að gera í dag, annað en að hanga í tölvunni eins og ég er að gera núna B-) Jæja hef þetta ekki lengra í bili.

"Sól sól skín á mig, ský ský burt með þig.......lalalalalala........sól sól skín á mig"

mánudagur, apríl 16, 2007

Gjörið þið svo vel

Ok þið vilduð blogg og ég læt undan, jú jú Dögg ég get alveg bloggað á tölvuna mína. Málið er bara að það er ekkert merkilegt að gerast sem mér finnst ástæða til að blogga um. En þið kölluðuð þetta yfir ykkur og þá er sko eins gott að þið lesið þetta.
Það er svo sem margt að gerast hjá honum Geirmundi mínum þessa dagana svo það er bara best að ég segi frá því. Hann er að verða svo stór strákur að hann er bara gott sem hættur að nota bleiu. Hann er bara með hana á nóttinni. Hann segir bara eiginlega alltaf til, segir reyndar kúka þó hann þurfi bara að pissa en það er betra allavega að hann segi eitthvað. Þetta gengur ótrúlega vel. Svo er hann hættur að nota rimlarúmið sitt og er komin í venjulegt rúm. Svo það er bara allt að gerast hjá stóra stráknum mínum sem er líka að verða stóri bróðir :)
Það er búið að vera nóg að gera í vinnunni hjá mér og er ég núna að fá einn starfsmann til mín sem er frá Ghana, hún verður hjá mér í mánuð á meðan ein fer í veikindafrí. Það verður örugglega bara gaman. En nú ætti ég eiginlega að hætta þessu bloggi því ég er að taka foreldraviðtöl á morgun og á eftir að undirbúa mig smávegis og er alveg að fara að fá stresskast fyrir það.
Þá skora ég bara á ykkur hinar að halda áfram að blogga. Ég hlýt að hafa eitthvað merkilegra að segja næst.
kveðja Bryndís

sunnudagur, apríl 15, 2007

Koma svo..


Vid viljum blogg, vid viljum blogg, vid viljum vilko. Eg er ekki buin ad komast allt of mikid i tolvuna undanfarid en er ad nyta taekifaerid nuna og aetla ad skella inn tveimur merkilegum fyrirbaerum. Fyrst er thad mynd ur stelpupartyinu goda. Seinna er sma klipps af Kylie a opnunarhatid nyrrar H&M budar i Tokyo eda Sjanghae. Thad er greinilegt ad fyrirtaekid er ad graeda asskoti vel. Aetli vid Islendingar holdum ekki uppi storum hluta af bisnessnum med kaupgraedgi okkar i utlondum. Eg meina, hver hefur ekki farid i H&M?
Svo langar mig svo ad sja hvort thad tekst hja mer ad setja inn beinan link a video....


mánudagur, apríl 09, 2007

Þið vilduð blogg

Bara til að blogga smá. Við erum búin að eiga mjög náðuga páskahelgi. Við fórum þrisvar sinnum í mat í sveitina og einu sinni í Barðavoginn. Við fengum bróður minn og fjölskyldu í mat á skírdag og svo komu gestir í kaffi. Þess á milli er bara búin að vera afslöppun og smá barátta við kvef sem neitar að fara og neitar að breytast í almennileg veikindi (þoli ekki svoleiðis, það vill oft endast svo vikum skiptir)

Brúðkaupsundirbúningur gengur hægt en örugglega. Við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með tilkynningar um komu. Eins og er eiga 90 manns eftir að láta okkur vita hvort þau muni koma eða ekki og það eru aðeins 3 dagar eftir af frestinum sem við gáfum. Þannig að við sjáum fram á langa setu við síman það sem eftir er vikunnar, því það er ekkert annað í stöðunni en að hringja bara í liðið. Ég vill samt taka fram að vinir hafa staðið sig mun betur en ættingjar.. eins og staðan er í dag hafa 3 einstaklingar úr móðurfjölskyldunni minni tilkynnt komu og 2 úr föðurfjölskyldunni....Svo Thelma og Jói ég mæli með því að hafa þessa setningu í boðskortinu í stærra letri og í öðrum lit en allt annað í kortinu.

Það berast hins vegar fréttir af Hótel Geysi að það séu aðeins 2 herbergi óbókuð þessa nótt þannig að einhverjir hljóta að ætla að mæta!!!!

Harpa sem er kærasta bróður hans Gríms (Rúnars) er búin að vera mjög hjálpsöm. Hún ætlar að búa til brúðarvöndinn og skreyta bílinn og var búin að hlaða niður fullt af myndum af netinu fyrir mig til að skoða. Einnig minnti hún mig á nokkur atriði sem ég var ekki búin að hugsa fyrir eins og til dæmis skartgripi (ég var alveg búin að gleyma því) og að fara eftir hefðinni og vera með eitthvað nýtt, eitthvað blátt, eitthvað lánað og eitthvað gamalt....ég þarf aðeins að hugsa hvernig ég ætla að útfæra það.

Allt annað hlýtur að fara að koma en það er bara ótrúlegt hvað það eru mörg atriði sem þarf að hugsa fyrir... og alltaf virðist eitthvað geta bæst við..... Ég er alveg farin að skilja af hverju það er til sér stétt af fólki sem hefur það að atvinnu að skipuleggja brúðkaup...

Kveðja Dögg