Jæja girls, hvað segið þið svo gott?? Af okkur er bara allt gott að frétta, allir í sumarskapi og erum við svona að fara að tía okkur út í sólina......ég man bara ekki eftir að það hafi áður verið sól og "blíða" á sumardaginn fyrsta ;-) Skulum bara vona að það haldist út daginn. Það er nú reyndar frekar kalt núna, enda klukkan ekki nema 10:25, en vonandi fer að hlýna í dag vegna þess að við ætlum bæði í skrúðgöngu hér í hverfinu klukkan 13:00 í dag og svo í fjölskyldu og húsdýragarðinn með krakkana og jafnvel draga mömmu og pabba með :-) Annars hef ég nú ekki mikið að segja og er þetta því hálf tilgangslaust blogg, en blogg engu að síður.....hehe! Hvað ætlið þið svo að gera í dag, annað en að hanga í tölvunni eins og ég er að gera núna B-) Jæja hef þetta ekki lengra í bili.
"Sól sól skín á mig, ský ský burt með þig.......lalalalalala........sól sól skín á mig"
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Gleðilegt sumar!!!
Birt af Thelma kl. 10:19 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|