mánudagur, apríl 16, 2007

Gjörið þið svo vel

Ok þið vilduð blogg og ég læt undan, jú jú Dögg ég get alveg bloggað á tölvuna mína. Málið er bara að það er ekkert merkilegt að gerast sem mér finnst ástæða til að blogga um. En þið kölluðuð þetta yfir ykkur og þá er sko eins gott að þið lesið þetta.
Það er svo sem margt að gerast hjá honum Geirmundi mínum þessa dagana svo það er bara best að ég segi frá því. Hann er að verða svo stór strákur að hann er bara gott sem hættur að nota bleiu. Hann er bara með hana á nóttinni. Hann segir bara eiginlega alltaf til, segir reyndar kúka þó hann þurfi bara að pissa en það er betra allavega að hann segi eitthvað. Þetta gengur ótrúlega vel. Svo er hann hættur að nota rimlarúmið sitt og er komin í venjulegt rúm. Svo það er bara allt að gerast hjá stóra stráknum mínum sem er líka að verða stóri bróðir :)
Það er búið að vera nóg að gera í vinnunni hjá mér og er ég núna að fá einn starfsmann til mín sem er frá Ghana, hún verður hjá mér í mánuð á meðan ein fer í veikindafrí. Það verður örugglega bara gaman. En nú ætti ég eiginlega að hætta þessu bloggi því ég er að taka foreldraviðtöl á morgun og á eftir að undirbúa mig smávegis og er alveg að fara að fá stresskast fyrir það.
Þá skora ég bara á ykkur hinar að halda áfram að blogga. Ég hlýt að hafa eitthvað merkilegra að segja næst.
kveðja Bryndís