mánudagur, apríl 09, 2007

Þið vilduð blogg

Bara til að blogga smá. Við erum búin að eiga mjög náðuga páskahelgi. Við fórum þrisvar sinnum í mat í sveitina og einu sinni í Barðavoginn. Við fengum bróður minn og fjölskyldu í mat á skírdag og svo komu gestir í kaffi. Þess á milli er bara búin að vera afslöppun og smá barátta við kvef sem neitar að fara og neitar að breytast í almennileg veikindi (þoli ekki svoleiðis, það vill oft endast svo vikum skiptir)

Brúðkaupsundirbúningur gengur hægt en örugglega. Við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með tilkynningar um komu. Eins og er eiga 90 manns eftir að láta okkur vita hvort þau muni koma eða ekki og það eru aðeins 3 dagar eftir af frestinum sem við gáfum. Þannig að við sjáum fram á langa setu við síman það sem eftir er vikunnar, því það er ekkert annað í stöðunni en að hringja bara í liðið. Ég vill samt taka fram að vinir hafa staðið sig mun betur en ættingjar.. eins og staðan er í dag hafa 3 einstaklingar úr móðurfjölskyldunni minni tilkynnt komu og 2 úr föðurfjölskyldunni....Svo Thelma og Jói ég mæli með því að hafa þessa setningu í boðskortinu í stærra letri og í öðrum lit en allt annað í kortinu.

Það berast hins vegar fréttir af Hótel Geysi að það séu aðeins 2 herbergi óbókuð þessa nótt þannig að einhverjir hljóta að ætla að mæta!!!!

Harpa sem er kærasta bróður hans Gríms (Rúnars) er búin að vera mjög hjálpsöm. Hún ætlar að búa til brúðarvöndinn og skreyta bílinn og var búin að hlaða niður fullt af myndum af netinu fyrir mig til að skoða. Einnig minnti hún mig á nokkur atriði sem ég var ekki búin að hugsa fyrir eins og til dæmis skartgripi (ég var alveg búin að gleyma því) og að fara eftir hefðinni og vera með eitthvað nýtt, eitthvað blátt, eitthvað lánað og eitthvað gamalt....ég þarf aðeins að hugsa hvernig ég ætla að útfæra það.

Allt annað hlýtur að fara að koma en það er bara ótrúlegt hvað það eru mörg atriði sem þarf að hugsa fyrir... og alltaf virðist eitthvað geta bæst við..... Ég er alveg farin að skilja af hverju það er til sér stétt af fólki sem hefur það að atvinnu að skipuleggja brúðkaup...

Kveðja Dögg