mánudagur, apríl 30, 2007

Takk fyrir mig

Hæ rúsínur

Vildi bara þakka ykkur fyrir alveg frábæran dag á laugardaginn. Ég skemmti mér alveg stórvel. Það var bara allt æðislegt. Þegar við vorum komin upp á hótel um nóttina þá langaði mig ekkert að fara að sofa því ég vildi helst að dagurinn yrði ekki búinn!!

Þið eruð algjörar perlur, knús á ykkur allar.

PS: Grímur biður ekki fyrir eins kveðjur til strákanna, hann er með glóðarauga á báðum og er marinn um allan líkamann. Hann vildi bara segja: Bíðiði bara!!!!!

Kveðja Dögg