Jæja eru ekki allar til í sumarbústaðarferðina?? Var þetta ekki eina helgin sem virtist henta sem flestum og eina helgin sem Dögg er í fríi? Þessi helgi hentar mjög vel fyrir mig og nú er bara að fara að redda bústað. Ásta ætlaðir þú að redda bústað þessa helgi eða ætlaði Dögg að redda læknabústað? Vil endilega að það verði gengið frá því að athuga með það sem fyrst þannig að þessi helgi verði svo ekki akkúrat upptekin ;-)
Jæja hvað er svo að frétta af ykkur? Af okkur er allt gott að frétta, erum búin að skrifa undir kaupsamning á okkar íbúð í Engjaselinu og svo göngum við örugglega frá kaupsamningi á hinni íbúðinni sem við vorum að kaupa okkur í þessari viku :-) Svo fer að styttast í Belgíu ferðina með Jóa og 20 öðrum stelpum......hehehe, jabb ég ætla með Jóa og Valsstelpum til Belgíu á fótboltamót og svo verður maður auðvitað að versla á familíuna föt í HM og svo Belgískt súkkulaði til að geta bakað ekta svona súkkulaðiköku úr almennilegu súkkulaði......nammi, namm!!
Já og svo eignaðist ég lítinn frænda í gær, en Guðni og Jóhanna eignuðust hann í gær þannig að það eru allir lukkulegir þessa dagana og ætla ég að kíkja á hann á morgun :-)
mánudagur, september 17, 2007
Sumarbústaður 26.-28.október??
Birt af Thelma kl. 5:27 e.h. |
mánudagur, september 10, 2007
opið hús
Okkur Rúnari langaði að bjóða ykkur að koma á Selfoss í kvöld, í smá afgangskökur frá fjölskylduafmælinu sem við héldum í gær í tilefni þrítugsafmælis Rúnars. Fyrst þið fáið ekkert partý strax þá er þetta smá sárabót ;).
Annars var afmælisdagurinn hans mjög vel heppnaður, við buðum fjölskyldum okkar að koma um daginn og fórum svo tvö út að borða um kvöldið á Fjöruborðið á Stokkseyri og fengum okkur dýrindis humar. Svo fórum við í bíó á eftir og sáum Astropíu hér á Selfossi. Við vorum bæði að prófa Selfossbíó í fyrsta skipti og var það bara fínt. Mamma og pabbi hans Rúnars voru svo indæl að bjóðast til að passa fyrir okkur svo við gátum notið kvöldsins bara tvö. Þau voru hjá okkur í nótt og fóru svo í morgun.
Ég vona að ég sjái ykkur sem flest í kvöld, það er alltaf gaman að hittast
kveðja Bryndís
Birt af Bryndís kl. 11:36 f.h. |
laugardagur, september 08, 2007
JIBBÝ - búin að selja og kaupa aðra íbúð :-)
Birt af Thelma kl. 3:29 e.h. |
föstudagur, september 07, 2007
Til hamingju með afmælið Dögg
Innilega til hamingju með stórafmælið skvís :) Hafðu það rosa gott í dag og láttu eiginmanninn stjana við þig.
Kveðja,
Elsa
Birt af Elsa kl. 10:58 f.h. |
þriðjudagur, september 04, 2007
Sumarbústaðarferð?
Hallú
Takk fyrir síðast, ég skemmti mér allt of vel. Ég er búin að vera að spá í sumarbústaðarferð fyrir okkur stelpurnar. Við Thelma vorum upphaflega að spá í að fara í föndurferð með skrappstelpunum en það er svolítið dýr ferð. Svo eruð þið líka miklu skemmtilegri. Nú erum við orðnar mjög sjóaðar í að föndra saman eftir öll þessi brúðkaup!!!!
Ég get fengið leigða bústaði hjá læknafélaginu sem kosta ekki mikið rétt um 9000 fyrir helgina. Við gætum skellt okkur einhverja helgina í október. Tekið föndurdótið með okkur fyrir þær sem vilja. Það er hægt að fá bústað í Vaðnesi sem er mjög nálægt selfossi, Bryndís gæti þá kannski kíkt smá. Það er sjónvarp, dvd, heitur pottur, gasgrill, vöfflujárn og margt fleira.
Einn bústaður er nóg fyrir okkur stelpurnar en það eru tveir bústaðir á svæðinu ef við viljum hafa strákana með eða hafa þetta fjölskylduferð. Hvað segið þið um þetta?
Er einhver áhugi? Hvaða helgi er góð fyrir ykkur? Hvernig ferð viljið þið hafa?
Kv Dögg
Birt af Dögg kl. 8:25 e.h. |
sunnudagur, september 02, 2007
Barnið að reyna að þjófstarta
hæ hæ
Jæja þá er ég búin að prófa fæðingardeildina hér á Selfossi. Ég þorði ekki öðru en að láta kíkja á mig á föstudaginn þegar ég var búin að vera að drepast úr verkjum heima. Þá vildu þær bara ekkert sleppa mér, ég var með verki og samdrætti mjög reglulega meira og minna allan daginn. Svo þegar ég ætlaði loks að reyna að borða eina samloku um kvöldið þá kastaði ég bara upp við fyrsta bita. Maginn var algerlega á hvolfi eins og hann gerir oft í fæðingum. Þær voru alveg í startholunum með að senda mig til Reykjavíkur ef verkirnir myndu versna aðeins. En þeir héldust nú bara svona svipaðir. Ég fékk einnig töflu sem átti að slá á samdrættina en hún virkaði nú ekki neitt, allt hélt bara áfram. En svo fékk ég aftur um kvöldið svolleiðis töflu sem hefur virkað eitthvað. Ég var um nóttina þarna og mér leið strax betur um morguninn. En ég fór í svona rit aftur áður en ég fór heim og þá er ég samt með frekar reglulega samdrætti ennþá, en ekki svona verki með þeim sem betur fer.
Já sem betur fer ákvað barnið að vera aðeins lengur þarna inni, ég er ekki alveg tilbúin strax, það er ekkert tilbúið fyrir það. En nú verður undirbúningur settur af stað strax og það þýðir reyndar líka að ég verð að hægja aðeins á mér og hef ákveðið að hætta bara alveg að vinna núna og dunda mér bara við undirbúning.
Líklega verðum við að fresta afmælispartýinu, ég held að það sé ekki nógu sniðugt að fara að halda eitthvað svaka sukk partý svona rétt fyrir fæðingu ef það verður þá ekki bara komið í heiminn, maður veit aldrei
Ég vona að ég valdi ekki miklum vonbrigðum í hópnum
Við verðum bara í bandi
kveðja
Bryndís
Birt af Bryndís kl. 9:22 e.h. |