mánudagur, september 10, 2007

opið hús

Okkur Rúnari langaði að bjóða ykkur að koma á Selfoss í kvöld, í smá afgangskökur frá fjölskylduafmælinu sem við héldum í gær í tilefni þrítugsafmælis Rúnars. Fyrst þið fáið ekkert partý strax þá er þetta smá sárabót ;).
Annars var afmælisdagurinn hans mjög vel heppnaður, við buðum fjölskyldum okkar að koma um daginn og fórum svo tvö út að borða um kvöldið á Fjöruborðið á Stokkseyri og fengum okkur dýrindis humar. Svo fórum við í bíó á eftir og sáum Astropíu hér á Selfossi. Við vorum bæði að prófa Selfossbíó í fyrsta skipti og var það bara fínt. Mamma og pabbi hans Rúnars voru svo indæl að bjóðast til að passa fyrir okkur svo við gátum notið kvöldsins bara tvö. Þau voru hjá okkur í nótt og fóru svo í morgun.
Ég vona að ég sjái ykkur sem flest í kvöld, það er alltaf gaman að hittast
kveðja Bryndís