þriðjudagur, september 04, 2007

Sumarbústaðarferð?

Hallú

Takk fyrir síðast, ég skemmti mér allt of vel. Ég er búin að vera að spá í sumarbústaðarferð fyrir okkur stelpurnar. Við Thelma vorum upphaflega að spá í að fara í föndurferð með skrappstelpunum en það er svolítið dýr ferð. Svo eruð þið líka miklu skemmtilegri. Nú erum við orðnar mjög sjóaðar í að föndra saman eftir öll þessi brúðkaup!!!!

Ég get fengið leigða bústaði hjá læknafélaginu sem kosta ekki mikið rétt um 9000 fyrir helgina. Við gætum skellt okkur einhverja helgina í október. Tekið föndurdótið með okkur fyrir þær sem vilja. Það er hægt að fá bústað í Vaðnesi sem er mjög nálægt selfossi, Bryndís gæti þá kannski kíkt smá. Það er sjónvarp, dvd, heitur pottur, gasgrill, vöfflujárn og margt fleira.

Einn bústaður er nóg fyrir okkur stelpurnar en það eru tveir bústaðir á svæðinu ef við viljum hafa strákana með eða hafa þetta fjölskylduferð. Hvað segið þið um þetta?

Er einhver áhugi? Hvaða helgi er góð fyrir ykkur? Hvernig ferð viljið þið hafa?

Kv Dögg