mánudagur, september 17, 2007

Sumarbústaður 26.-28.október??

Jæja eru ekki allar til í sumarbústaðarferðina?? Var þetta ekki eina helgin sem virtist henta sem flestum og eina helgin sem Dögg er í fríi? Þessi helgi hentar mjög vel fyrir mig og nú er bara að fara að redda bústað. Ásta ætlaðir þú að redda bústað þessa helgi eða ætlaði Dögg að redda læknabústað? Vil endilega að það verði gengið frá því að athuga með það sem fyrst þannig að þessi helgi verði svo ekki akkúrat upptekin ;-)

Jæja hvað er svo að frétta af ykkur? Af okkur er allt gott að frétta, erum búin að skrifa undir kaupsamning á okkar íbúð í Engjaselinu og svo göngum við örugglega frá kaupsamningi á hinni íbúðinni sem við vorum að kaupa okkur í þessari viku :-) Svo fer að styttast í Belgíu ferðina með Jóa og 20 öðrum stelpum......hehehe, jabb ég ætla með Jóa og Valsstelpum til Belgíu á fótboltamót og svo verður maður auðvitað að versla á familíuna föt í HM og svo Belgískt súkkulaði til að geta bakað ekta svona súkkulaðiköku úr almennilegu súkkulaði......nammi, namm!!

Já og svo eignaðist ég lítinn frænda í gær, en Guðni og Jóhanna eignuðust hann í gær þannig að það eru allir lukkulegir þessa dagana og ætla ég að kíkja á hann á morgun :-)