laugardagur, september 08, 2007

JIBBÝ - búin að selja og kaupa aðra íbúð :-)


Jæja var búin að skrifa svakalangt blogg og svo bara hvarf það :-( En allavega þá erum við búin að selja í Engjaselinu og kaupa í Flúðarseli í staðin. Við keyptum 4ja herbergja íbúð, en það er samt ekkert mál að bæta við 5. herberginu ef við þyrftum á því að halda. Svo fæ ég skrapp"herbergi" inni í fataskáp í andyrinu......hehe, jabb nú þegar er búið að útbúa litla "tölvuaðstöðu/skrifstofu" inni í skápnum og er ég nú þegar búin að eigna mér skápinn undir skrappið mitt. Læt hér fylgja með eina mynd af nýju aðstöðunni. En það er samt einn hengur á, við þurfum að afhenda okkar íbúð 1.nóvember, en fáum ekki afhenda hina íbúðina fyrr en 1.desember, þannig að við þurfum bara að setja allt dótið okkar í gám og geyma í mánuð og flytja inn á mömmu og pabba í staðin.