sunnudagur, september 02, 2007

Barnið að reyna að þjófstarta

hæ hæ

Jæja þá er ég búin að prófa fæðingardeildina hér á Selfossi. Ég þorði ekki öðru en að láta kíkja á mig á föstudaginn þegar ég var búin að vera að drepast úr verkjum heima. Þá vildu þær bara ekkert sleppa mér, ég var með verki og samdrætti mjög reglulega meira og minna allan daginn. Svo þegar ég ætlaði loks að reyna að borða eina samloku um kvöldið þá kastaði ég bara upp við fyrsta bita. Maginn var algerlega á hvolfi eins og hann gerir oft í fæðingum. Þær voru alveg í startholunum með að senda mig til Reykjavíkur ef verkirnir myndu versna aðeins. En þeir héldust nú bara svona svipaðir. Ég fékk einnig töflu sem átti að slá á samdrættina en hún virkaði nú ekki neitt, allt hélt bara áfram. En svo fékk ég aftur um kvöldið svolleiðis töflu sem hefur virkað eitthvað. Ég var um nóttina þarna og mér leið strax betur um morguninn. En ég fór í svona rit aftur áður en ég fór heim og þá er ég samt með frekar reglulega samdrætti ennþá, en ekki svona verki með þeim sem betur fer.

Já sem betur fer ákvað barnið að vera aðeins lengur þarna inni, ég er ekki alveg tilbúin strax, það er ekkert tilbúið fyrir það. En nú verður undirbúningur settur af stað strax og það þýðir reyndar líka að ég verð að hægja aðeins á mér og hef ákveðið að hætta bara alveg að vinna núna og dunda mér bara við undirbúning.

Líklega verðum við að fresta afmælispartýinu, ég held að það sé ekki nógu sniðugt að fara að halda eitthvað svaka sukk partý svona rétt fyrir fæðingu ef það verður þá ekki bara komið í heiminn, maður veit aldrei
Ég vona að ég valdi ekki miklum vonbrigðum í hópnum
Við verðum bara í bandi
kveðja
Bryndís