Úr jólablíðunni hérna á Selfossi sendum við jólakveðjur til ykkar allra og óskir um gleðileg jól.
Í gær tókum við rúntinn um Reykjavík og skiluðum af okkur jólapökkum, við stoppuðum á 10 stöðum, borðuðum mikið af smákökum, drukkum kaffi, te, jólaöl og spjölluðum. Við vorum á ferðinni frá hádegi fram til kl 22 um kvöldið.
Í dag erum við búin að vera í rólegheitum heima, skruppum aðeins í bónus og keyptum smá til jólanna og það var svo rólegt og lítið að gera. Þegar fór að rökkva kveiktum við á kertum um allt hús og út á palli, hlustuðum á jólakveðjurnar í útvarpinu og erum komin í mikið jólaskap. Í kvöld verður eldaður humar, drukkið hvítvín og horft á eitthvað jólalegt í sjónvarpinu.
Gleðileg jól
Dögg og Grímur
sunnudagur, desember 23, 2007
Gleðileg jól
Birt af Dögg kl. 7:46 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|