miðvikudagur, desember 05, 2007

Matarklúbbsfyrirkomulag

Sæl öll

Þar eð ég er nú búin að hringja í öll pörin í hópnum þá vitið þið nú um hvað þessi póstur snýst. Það hefur verið svolítið losaralegur bragur á matarklúbbnum okkar undanfarið ár. Það eru margar orsakir fyrir því; það er mikið að gera hjá öllum, við munum ekki hvar við erum í röðinni, það eru mismunandi fjárhags- og húsnæðisaðstæður og oft erfitt að ná að halda 13 manna matarboð.

Ég er sannfærð eftir öll samtölin í dag að það er fullur hugur hjá okkur að halda þessu áfram í sama horfi og reyna að halda hópnum okkar saman. Eftir samtöl við vinkonur mínar sem eru einnig í matarklúbbum þá er í raun einstakt að við höfum náð að halda svona þéttu sambandi þrátt fyrir fjöldann, því það vill verða svo að þegar hóparnir eru orðnir of stórir þá fara þeir að gliðna og orðið of mikið vesen að halda utan um þá. Ég tala nú ekki um kostnaðinn og tilfæringar á heimilum að koma öllum fyrir. Í mínum augum erum við pörin sex og Ásta eins og stórfjölskylda og ég vill mikið til þess vinna að við höldum áfram svona þéttu sambandi.

Breytingin er þannig að nú eru fastir mánuðir öll árin, þá þarf ekki að muna hvar maður er í röðinni, bara hvaða tvo mánuði maður á.

Það er skylda að halda matarboð annan mánuðinn en hinn mánuðinn þarf að skipuleggja eitthvað en það þarf ekki endilega að vera matarboð. Það getur verið partý, Brunch á kaffihúsi, bíóferð, keila, spilakvöld, kaffiboð, bíókvöld heima, ferð í lasertag... hvað sem er í raun en það þarf að skipuleggja eitthvað fyrir allan hópinn.

Einnig sting ég uppá að við höfum fast að við hittumst í þriðju viku í hverjum mánuði, helst á fimmtudags, föstudags eða á laugardagskvöldi/degi. Með þessu móti geta allir reynt að passa að vera lausir á þeim tíma til að mætinginn verði betri. Gott að vera búin að ákveða sig með mánaðar fyrirvara hvaða kvöld á að nota. Ef utanlandsferðir eða annað er á þeim tíma sem viðkomandi á að halda klúbbinn, þarf að láta vita tímanlega og nota þá eitthvað annað kvöld eða skipta við parið/hópinn sem er mánuðinn á eftir eða á undan.

Með þessu móti þá er þetta ekki eins dýrt fyrir hvert og eitt par (og Ástu) og bara eitt stórt matarboð á ári ef viðkomandi vill.

Uppröðunin er svona:

Sigurveig og Óli eru með Janúar og Júní

Ólöf, Ruben og Ásta (þrjú saman amk fyrsta árið) eru með Apríl og Október

Elsa og Fjalar eru með Febrúar og Ágúst

Thelma og Jói eru með Mars og September

Bryndís og Rúnar eru með Desember og Maí

Dögg og Grímur með Júlí og Nóvember


Við pössuðum að vera ekki með Selfoss liðið á þeim mánuðum sem veður er verst (janúar, febrúar, mars). Bryndís og Rúnar halda jólaklúbbnum og við Grímur ætlum að reyna að vera með árlegt pallapartý

Jæja hvernig lýst ykkur á og commentið nú

kv Dögg