Gleðileg Jól!!
Þetta hafa verið soldið skrítin jól hérna í Alpendorf. Á aðfangadag var farið á skíði eins og aðra daga drukkið bjór upp í fjalli og svo farið í nektar spa, fimm tegundir af gufum, nudd pottur og sundlaug og svo auðvitað afslöppunar herbergi. Þar var ágætt að slappa af fyrir jólasteikina. En það var svo farið upp á herbergi eftir mat og pakkar opnaðir og borðað Nóa konfekt. Annars er maður ekkert í megrun hér þó það sé skíðað mikið. Alltaf á kvöldin er borðað allaveganna fimm rétta máltíð....ég er búin að fá soldið leið á því. Í dag tókum við smá pásu frá skíðunum og fórum til Sazburgar, skoðuðum Mozart safnið og kastala og skoðuðum karkaðinn.
Nú verð ég að fara borða stóra máltíð, skrifa kanski aftur seinna.
Kveðja
Ásta
föstudagur, desember 28, 2007
Öðruvísi jól
Birt af Ásta kl. 5:23 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|