sunnudagur, desember 02, 2007

Jólamatarklúbbur 2007

Við höfum ákveðið að matarklúbburinn verður haldinn, ok ég hef ákveðið að matarklúbburinn verður á föstudeginum 14. des.. Við vorum víst ekki alveg sammála um þetta á þessum bæ!!! :) En mér finnst þetta betra að það séu bara allir afslappaðir, komnir í helgarfrí og þurfa ekki að stressa sig heim með börnin eins snemma. En það er auðvitað leiðinlegt að það komist ekki allir, ég held að það verði bara alltaf þannig.
En allavega mæting er kl. 19:10 og allir hafa með sér pakka. Hver einstaklingur kemur með einn pakka og má kostnaður hans ekki vera meiri en 800 kr. og foreldrar sjá um að koma með pakka handa sínum börnum.
Við hlökkum til að sjá ykkur hress og kát og í jólaskapinu að sjálfsögðu :), ef einhver verður ekki komin í jólaskap, þá verður hann örugglega komin í það eftir þetta kvöld. :)
kveðja Bryndís