Þá er það ákveðið. Það verður matarklúbbur hjá mér og Jóa á morgunlaugardag um 20:00. Öllum velkomið að djamma ef þið viljið á eftir....en ég tek það strax fram að ég nenni ekki í bæjinn, en er alveg til í að djamma heima og svo geta einhverjir farið í bæjinn ef þeir vilja! Annars ætlum við að fara í bíltúr á morgun á nýja bílnum ef einhverjir vilja koma með....Heyrumst allavega sem fyrst og endilega látið mig vita ef einhver kemst ekki á matinn, annars geri ég ráði fyrir;
Dögg og Grímur
Elsa og Fjalar
Ólöf og Ruben
Sigurveig
Bryndís og Rúnar
ég og Jói
....samtals 11 manns....er ég nokkuð að gleyma einhverjum sem er á landinu sem stendur???
föstudagur, október 29, 2004
MATARKLÚBBUR!!!
Birt af Thelma kl. 1:58 e.h. |
mánudagur, október 25, 2004
Hvað er að gerast!!!
Halló stúlkur mínar
Leiðinlegt að ekki fékkst betri þátttaka í djamm um helgina. Ég held að þetta hafi endað með því að Elsa og Fjalar fóru á NASA, ég og Grímur á pöbbarölt og aðrir voru heima. Hér með auglýsi ég eftir matarklúbbi októbermánaðar og djammi í kjölfarið. Ef mér reiknast rétt til þá er næsta helgi pabbahelgi hjá stelpunum og jíbbí ég er ekki að vinna og aumingja Ólöf er enn í verkfalli ( goooooo kennarar) því er kjörið að lyfta okkur pínu oggu ponsu upp. Ef enginn vill eða getur haft matarklúbb þá býð ég mig fram til að halda partý......
Hvernig lýst ykkur á það?
Dögg
Birt af Ólöf kl. 11:34 e.h. |
fimmtudagur, október 21, 2004
Helgin - Iceland Airwaves : )
Hæ skvísur!
Jæja, bara kominn fimmtudagur og helgin framundan. Hvað á svo að gera skemmtilegt? Eruð þið kanski í djammstuði? ; ) Ég er að fara á þróunardag í bláa lóninu allan morgundaginn til kl 23. Býst nú ekki við að gera mikið um kvöldið þar sem ég verð örugglega þreytt eftir fyrirlestra frá 9-17. Nú er airwaves byrjað og fullt af góðum hljómsveitum sem troða upp. Við Fjalar vorum fyrst að spá í að kaupa passa en hann kostar 5000 kall. En við förum sennilega bara á laugardeginum þ.a það borgar sig ekki. Aðal djammið er á Nasa á laugardaginn, það kostar 2000 kall inn og þessar hljómsveitir verða: 20:00 Ampop 20:45 Ske 21:30 Mugison 22:15 Unsound 23:15 Quarashi 00:00 The Bravery (USA) 01:00 Trabant 02:00 Gus Gus Við förum í útskrift til frænku minnar milli 17 og 19 á lau og förum svo sennilega beint á Nasa, ætla ekki að missa af Ampop í þetta sinn : ) Hvað segið þið um að koma á djammið á lau??? 2000 kall hljómar kanski mikið en maður er að fá mikið fyrir peninginn, þetta verður pottþétt mega skemmtilegt kvöld. Þið getið lesið um hljómsveitirnar á icelandairwaves.com. Við fáum örugglega borð því við mætum svo snemma : ) Adios, Elsa |
Birt af Elsa kl. 10:26 f.h. |
mánudagur, október 11, 2004
Helgin búin !!
Hæ hæ stelpur
Nú er ég náttúrulega að drepast úr forvitni hvernig sumarbústaðaferðin heppnaðist. Nú verðið þið að segja mér allt í smáatriðum, eða er það ekki nethæft hummmm.. ?? :) Hver sigraði Singstar,hvað gerðuð þið, hver drakk mest o.s.frv. En allavega var helgin hjá mér alveg frábær, ég hugsa að hún hafi samt verið aðeins rólegri en hjá ykkur. Við gerðum samt slatta, við fórum í göngutúra, á kaffihús, bíltúra, fórum á markað og kíktum auðvitað í kaupfélagið. Svo slökuðum við auðvitað mikið á líka. Svo þetta var bara hin besta ferð, Geirmundur Viðar var bara eins og hann hafi flogið oft áður. Drakk pelann sinn í flugtakinu og skoðaði hringluna sína og aðra farþega og svaf svo hálfa heimleiðina. Ekki mikið mál að ferðast með þennan engil.
Ég var að spá í eitt Ólöf, þoriru að hafa Krumma úti, út af þessum kolbrjáluðu hundum í seljahverfinu og svo er þetta bara næsta gata við þig er það ekki ??
Jæja sjáumst vonandi sem fyrst
kveðja Bryndís
Birt af Ólöf kl. 9:03 e.h. |
föstudagur, október 08, 2004
Ferðareikningur
Hæ hó.
Hlakka ekki smá til að fara í sumó á morgun. Þetta verður mikið stuð og mikið gaman. Ætla nú samt að minna á reikninginn okkar. Það eru 4 búnir að leggja inn og vonandi fylgja fleiri með í kjölfarið. Það er samt auðvitað alveg frjálst hvenær þið borgið en svona ágætt að vera minntur á þetta annað slagið, a.m.k. eftir mánaðarmót.
Er enn að dunda mér í verkfalli. Rosalega gaman að vera með 4 ára háskólanám á bakinu og þurfa að fara í margra vikna verkfall til að fá mannsæmandi laun eða þannig. Þetta lætur mann virkilega hugsa sig tvisvar um hvort það sé þess virði að halda áfram í þessu starfi! Miðað við umræðuna undanfarið þá held ég að ég fari bara að kalla mig líffræðing frekar en að kalla mig kennari þó svo ég sé bæði. Æji, allaveganna, við sjáumst í góða skapinu á morgun!
kv. ólöf
Birt af Ólöf kl. 6:14 e.h. |
fimmtudagur, október 07, 2004
SUMARBÚSTAÐUR
Hvað ætla margar að fara í sumarbústaðinn??? Veit allavega að það er ég, Elsa, Ólöf, Sigurveig, Dögg, Þórey, kærasta Jóseps (er það ekki annars??)....er ég að gleyma einhverjum??? Allavega 7 eins og er.
Hver ætlar að taka að sér að versla fyrir liðið og svo bara rukka okkur fyrir þegar heildartalan er komin, þ.e. það þarf að kaupa eitthvað til að borða um daginn og kvöldið á laugardeginum og svo í morgunmat á sunnudeginum....og svo auðvitað snakk, nammi og áfengi (og meðfylgjandi) til að búa til mohitos og svo kannski breezer eða bjór með fyrir laugardagskvöldið. Ég væri alveg til í að taka það að mér ef enginn annar bíður sig fram í það að vera innkaupastjóri fyrir ferðina (en þá þyrftu ALLAR sem vilja vera með í sameiginlegu innkaupi að vera búnar að leggja inn á mig pening fyrir laugardaginn)......myndi reyna að draga hana Sigurveigu með mér áður en við leggðum af stað út úr bænum í verslunarferð. En ef það eru einhverjar séróskir um mat, verðið þið að láta vita í síðasta lagi í dag....annars verður bara eitthvað gott keypt (og enginn má fara í fýlu ef það er eitthvað sem viðkomandi borðar ekki....hehehe)!
Birt af Thelma kl. 3:06 e.h. |
miðvikudagur, október 06, 2004
Nýtt netfang
Halló
Nú er ég bara örfáum dögum frá því að vera netvædd, búin að panta ADSL áskrift og hún verður komin í gang fyrir helgi. Með henni fylgdu hvorki meira né minna en 5 netföng. Ég mun þó eingöngu nota eitt þeirra. Því er doggh@simnet.is nýja adressan mín og hi adressan er lokuð. Því þætti mér vænt um ef þið mynduð allar nota þessa þannig að ég geti nú fylgst með hvað er að gerast í heiminum.
Við fórum í þythokkí í gær og rústaði Grímur mér algjörlega. Ég vann ekki einn leik. En náði einu jafntefli.... Ég þarf klárlega æfingu.
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 8:55 f.h. |
mánudagur, október 04, 2004
Úbbs
Halló stelpur
Sorry sorry sorry Ólöf og Ruben að ég skuli ekki hafa fylgst með hvenær flutningar voru og eigi þið inni nokkra kassaburði hjá mér. Ég er nefnilega búin að vera netlaus vegna þess að gamla tölvan mín er endanlega búin að gefa upp öndina og dadara ég er búin að fá nýja. Davíð félagi minn lét mig kaupa notaða IBM tölvu sem er rosalega flott og miklu flottari en ég þarf á að halda, nú eru svona 10 dagar í það að ég verði komin með ADSL tengingu og þá fer ég að verða viðræðuhæf aftur, netlega séð.
Ég fór í sveitina til Gríms um helgina, við kíktum á hestbak og svo slappaði ég bara rosalega vel af. Það er einn kostur við fótbolta áhuga hjá þessum strákum, það er hægt að leggja sig í eftirmiðdaginn um helgar, meðan hann horfir á boltann. Mjög sniðugt, að vísu var planið að lesa bók en ég sofna alltaf yfir þeim.
Við kíktum svo í mat hjá eldri bróður hans og fjölskyldu á sunnudagskvöldið. Nú erum við sem sé búin að fara allan fjölskyldu rúntinn......
Hvernig er plan fyrir næstu helgi? Ég er á vakt í kvöld en svo ekki meir í vikunni. Vonandi var gaman í lokahófinu á laugardaginn Thelma.
Heyrumst Dögg
Birt af Ólöf kl. 9:06 f.h. |
föstudagur, október 01, 2004
Hæ hó
Jæja, þá erum við búin að borga seinni greiðsluna í íbúðinni og komin með afsalið. Þetta gekk svosem ekki alveg snurðulaust fyrir sig því fasteignasalan gleymdi að nefna það við okkur í gær að við ættum að borga fasteignagjöld o.s.frv. við afsalsafhendingu þannig að það bættist rúml. 30 þús. kall við greiðsluna sem við áttum ekki von á. Einnig lét Ruben fólkið dáldið heyra það áður en við létum þau fá stóru ávísunina. Skammaði hann þau fyrir að skila íbúðinni drullugri og öllum veggjum holóttum eftir skrúfur. Þau sátu greyin eins og dæmd og gátu ekki stunið upp orði sem er nú bara pínu gott á þau því íbúðin var, vægast sagt, nokkuð subbuleg og með aðeins fleiri íbúum en við vissum um. Eru 34 skottur farnar yfir móðuna miklu og fer sú tala hækkandi... En nóg um það, núna er íbúðin 100% okkar og ég segi bara jibbý. Á morgun ætlum við svo loksins að flytja inn og ef einhver vill hjálpa að bera þessa örfáu kassa sem við erum með þá er það vel þegið. Vegna flutningsins þá ætti ég nú eiginlega ekki að vera að hanga hér í tölvunni akkúrat núna heldur að vera að þrífa íbúðina mína með ryksuguna á fullu og kveð ég því nú :)
Hlakka mikið til að fara upp í bústað næstu helgi. Þetta verður mikið stuð og ennþá meira stuð og strákarnir eiga sko eftir að gráta þegar þeir heyra lætin í okkur alla leið yfir holt og hæðir.
Adios senjorítur.
Birt af Ólöf kl. 2:01 e.h. |
Sumarbústaðaferð!!! Jæja skvísípæs. Er ekki kominn tími til að fara að plana sumarbústaðaferðina miklu? Ertu búin að fá bústað Sigurveig? Er stefnan ekki sú að fara á laugardeginum og vera lau nótt? Það væri frábært að grilla eitthvað gott og kaupa nóg af rauðvíni og öðru víni (t.d Mohito...). Svo getum við farið í Sing Star og fengið okkur bjór í pottinum : ) Endilega látið í ykkur heyra, við verðum nú að plana þetta vel þ.a það verði miklu skemmtilegra hjá okkur en hjá strákunum ; ) Kv. Elsa
|
Birt af Elsa kl. 10:31 f.h. |