Hæ hæ stelpur
Nú er ég náttúrulega að drepast úr forvitni hvernig sumarbústaðaferðin heppnaðist. Nú verðið þið að segja mér allt í smáatriðum, eða er það ekki nethæft hummmm.. ?? :) Hver sigraði Singstar,hvað gerðuð þið, hver drakk mest o.s.frv. En allavega var helgin hjá mér alveg frábær, ég hugsa að hún hafi samt verið aðeins rólegri en hjá ykkur. Við gerðum samt slatta, við fórum í göngutúra, á kaffihús, bíltúra, fórum á markað og kíktum auðvitað í kaupfélagið. Svo slökuðum við auðvitað mikið á líka. Svo þetta var bara hin besta ferð, Geirmundur Viðar var bara eins og hann hafi flogið oft áður. Drakk pelann sinn í flugtakinu og skoðaði hringluna sína og aðra farþega og svaf svo hálfa heimleiðina. Ekki mikið mál að ferðast með þennan engil.
Ég var að spá í eitt Ólöf, þoriru að hafa Krumma úti, út af þessum kolbrjáluðu hundum í seljahverfinu og svo er þetta bara næsta gata við þig er það ekki ??
Jæja sjáumst vonandi sem fyrst
kveðja Bryndís
mánudagur, október 11, 2004
Helgin búin !!
Birt af Ólöf kl. 9:03 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|