fimmtudagur, október 21, 2004

Helgin - Iceland Airwaves : )

Hæ skvísur!
Jæja, bara kominn fimmtudagur og helgin framundan. Hvað á svo að gera skemmtilegt? Eruð þið kanski í djammstuði? ; ) Ég er að fara á þróunardag í bláa lóninu allan morgundaginn til kl 23. Býst nú ekki við að gera mikið um kvöldið þar sem ég verð örugglega þreytt eftir fyrirlestra frá 9-17.

Nú er airwaves byrjað og fullt af góðum hljómsveitum sem troða upp. Við Fjalar vorum fyrst að spá í að kaupa passa en hann kostar 5000 kall. En við förum sennilega bara á laugardeginum þ.a það borgar sig ekki. Aðal djammið er á Nasa á laugardaginn, það kostar 2000 kall inn og þessar hljómsveitir verða:

20:00 Ampop 20:45 Ske 21:30 Mugison 22:15 Unsound 23:15 Quarashi 00:00 The Bravery (USA) 01:00 Trabant 02:00 Gus Gus

Við förum í útskrift til frænku minnar milli 17 og 19 á lau og förum svo sennilega beint á Nasa, ætla ekki að missa af Ampop í þetta sinn : ) Hvað segið þið um að koma á djammið á lau??? 2000 kall hljómar kanski mikið en maður er að fá mikið fyrir peninginn, þetta verður pottþétt mega skemmtilegt kvöld. Þið getið lesið um hljómsveitirnar á icelandairwaves.com. Við fáum örugglega borð því við mætum svo snemma : )

Adios,
Elsa