mánudagur, október 25, 2004

Hvað er að gerast!!!

Halló stúlkur mínar
Leiðinlegt að ekki fékkst betri þátttaka í djamm um helgina. Ég held að þetta hafi endað með því að Elsa og Fjalar fóru á NASA, ég og Grímur á pöbbarölt og aðrir voru heima. Hér með auglýsi ég eftir matarklúbbi októbermánaðar og djammi í kjölfarið. Ef mér reiknast rétt til þá er næsta helgi pabbahelgi hjá stelpunum og jíbbí ég er ekki að vinna og aumingja Ólöf er enn í verkfalli ( goooooo kennarar) því er kjörið að lyfta okkur pínu oggu ponsu upp. Ef enginn vill eða getur haft matarklúbb þá býð ég mig fram til að halda partý......

Hvernig lýst ykkur á það?

Dögg