Jæja, þá erum við búin að borga seinni greiðsluna í íbúðinni og komin með afsalið. Þetta gekk svosem ekki alveg snurðulaust fyrir sig því fasteignasalan gleymdi að nefna það við okkur í gær að við ættum að borga fasteignagjöld o.s.frv. við afsalsafhendingu þannig að það bættist rúml. 30 þús. kall við greiðsluna sem við áttum ekki von á. Einnig lét Ruben fólkið dáldið heyra það áður en við létum þau fá stóru ávísunina. Skammaði hann þau fyrir að skila íbúðinni drullugri og öllum veggjum holóttum eftir skrúfur. Þau sátu greyin eins og dæmd og gátu ekki stunið upp orði sem er nú bara pínu gott á þau því íbúðin var, vægast sagt, nokkuð subbuleg og með aðeins fleiri íbúum en við vissum um. Eru 34 skottur farnar yfir móðuna miklu og fer sú tala hækkandi... En nóg um það, núna er íbúðin 100% okkar og ég segi bara jibbý. Á morgun ætlum við svo loksins að flytja inn og ef einhver vill hjálpa að bera þessa örfáu kassa sem við erum með þá er það vel þegið. Vegna flutningsins þá ætti ég nú eiginlega ekki að vera að hanga hér í tölvunni akkúrat núna heldur að vera að þrífa íbúðina mína með ryksuguna á fullu og kveð ég því nú :)
Hlakka mikið til að fara upp í bústað næstu helgi. Þetta verður mikið stuð og ennþá meira stuð og strákarnir eiga sko eftir að gráta þegar þeir heyra lætin í okkur alla leið yfir holt og hæðir.
Adios senjorítur.
föstudagur, október 01, 2004
Hæ hó
Birt af Ólöf kl. 2:01 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|