föstudagur, október 08, 2004

Ferðareikningur

Hæ hó.
Hlakka ekki smá til að fara í sumó á morgun. Þetta verður mikið stuð og mikið gaman. Ætla nú samt að minna á reikninginn okkar. Það eru 4 búnir að leggja inn og vonandi fylgja fleiri með í kjölfarið. Það er samt auðvitað alveg frjálst hvenær þið borgið en svona ágætt að vera minntur á þetta annað slagið, a.m.k. eftir mánaðarmót.
Er enn að dunda mér í verkfalli. Rosalega gaman að vera með 4 ára háskólanám á bakinu og þurfa að fara í margra vikna verkfall til að fá mannsæmandi laun eða þannig. Þetta lætur mann virkilega hugsa sig tvisvar um hvort það sé þess virði að halda áfram í þessu starfi! Miðað við umræðuna undanfarið þá held ég að ég fari bara að kalla mig líffræðing frekar en að kalla mig kennari þó svo ég sé bæði. Æji, allaveganna, við sjáumst í góða skapinu á morgun!
kv. ólöf