Jæja skvísur.
Það er rosa mikið að gera hjá mér í vinnunni þ.a ég get ekki skrifað langan pistil en verð allavega að segja ykkur fréttirnar! Við vorum að skrifa undir í hádeginu, ætlum að kaupa íbúð á Rauðalæk : ) Rosa gaman að fara aftur í gamla hverfið mitt ; ) Þetta er mjög fín íbúð, hæð í 4 íbúða húsi með sér bílastæði. Við fáum afhent í síðasta lagi 15.júlí. Heyri svo betur í ykkur síðar.
Kv. Elsa
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
Smá pistill
Birt af Elsa kl. 2:34 e.h. |
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Árshátíðin!!!
Jæja hvað segið þið háksmeðlimir....hvernær voruð þið að spá í því að halda þessa árshátíð? Átti hún ekki að vera einhverntímann í mars? Hver ætlaði að halda hana? Það væri best að hafa hana þegar það er pabbahelgi vegna þess að þá þurfum við ekki að vera að redda pössun fyrir Rúnar Örn.
Allavega er bara allt gott að frétta af þessum bæ. Kúlan blómstrar alla daga, og svo er það sónarinn næsta mánudag. Erum búin að bjóða mömmu minni og mömmu Jóa að koma með í sónarinn og eru þær báðar að deyja úr spenningi og geta varla beðið eftir að það komi mánudagur aftur.....hehehe!! Hann Rúnar Örn er alltaf í leikskólanum og finnst honum það alltaf jafn gaman.
Jæja hef þetta ekki lengra í bili, en endilega kommentið á árshátíðina og förum endilega að ákveða dagsetningu og skipuleggja!!
Birt af Thelma kl. 5:41 e.h. |
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Fréttir
Sælar og blessaðar
Ég ákvað að taka áskorun Ástu og skrifa fréttir. Látum okkur nú sjá, ég er að vinna á slysó núna, það er voða gaman en mikil vinna. Miklu meiri yfirvinna en á hinum deildunum. Ég klára slysó um mánaðarmótin og fer þá yfir á skurðdeild, með því hefst síðasti kaflinn á kandidatsárinu mínu´, þá er ég loksins orðinn læknir.
Vegna þess hversu mikið hefur verið að gera hef ég ekki getað föndrað mikið í vetur en nú fer að rofa til ( lítil yfirvinna á skurðinu) og var ég að kaupa mér mosaík flísar og tréplötur til að gera barborðið loksins. Að vísu datt ég líka aftur ofaní kortin og er að vinna með nýja tækni sem verður afhjúpuð í næstu jólakortum..... mjög spennandi.
Ég er búin að vera voða löt í ræktinni vegna mikillar vinnu en eftir að ég fór að taka eftir að fötin mín eru aðeins þrengri á mig en venjulega þá er ég aftur að fara á skrið í ræktinni. Maður má ekki slappa af í 5 mínútur, mikið öfunda ég ykkur sem ekkert þurfið að passa uppá þyngdina en svona er nú víst lífið.
Við Grímur forum á food and fun á argentínu á föstudaginn, mjög góður matseðill og vorum búin að rölta á 2 söfn áður. Þjóðmenningarsafnið og hafnarhúsið. Við fórum svo pínu út að djamma. Á laugardagin kíktum við á listskautasýningu í laugardag og svo var unglæknadagurinn um kvöldið. Hann var á þjóðleikhúskjallaranum og var mjög fínn matur og vel veitt af víni , seinna um kvöldið voru samtökin 78 með ball og fylltist allt af gay karlmönnum sem voru að kela útum allt. Ég hitti gamla félagann minn úr dansinum og Hrafnistu Róbert sem sagði "ég vissi alltaf að þú værir lesbía" hmmmmmm
þetta er nú það helsta sem er að frétta af mér, ég skora á Elsu ap skrifa næsta pistil
Kveðja D-gg
Birt af Ólöf kl. 4:41 e.h. |
laugardagur, febrúar 19, 2005
Furðufiskur!!!
Heyrðu bíddu hélt að bloggið hafði ekki farið inn á en svo kom það eftir hvörtunina, skrítið.
Ásta
Birt af Ólöf kl. 12:04 f.h. |
föstudagur, febrúar 18, 2005
Er bloggið daut??!!
ok var að skrifa stórt blogg hérna áðan en það vildi ekki festast á síðuna nenni als ekki að skrifa það aftur =(
Birt af Ólöf kl. 11:38 e.h. |
Er bloggið daut??!!
Er ekki allt í lagi hérna bloggið bara dautt. Sko ef þið getið ekki skrifað á bloggið svo ég geti fylgst með ykkur þá verðið þið að ímeila mig persónulega....eða kanski ætti ég að gera það sjálf og athuga hvort ég fái viðbrögð. Annars er búið að vera rosa mikið að gera í vikunni eins og bara alltaf. En gaf mér samt tíma til að fara aðeins á pöbbinn á mánudaginn og á listaopnun á þriðjudaginn, þar sem vinur vinkonu minnar var að dj-a. Svo var engin meiri tíma fyrir svona eftir það vinna vinna vinna. Ég var alveg til kl 9 í skólanum í gær eða þangað til ég var rekin út. Svo þurfti ég að mæta kl 9 daginn eftir og fara með allt dótið okkar suðreftir...út í raskat (nálægt þar sem ég var óper fyrir 7 árum síðan), til að hafa afnot af stúdíói sem einn kennarinn er með, því ein vél í skólanum var ekki nógu stór. Vááá þetta er alveg svakalega stór mono rail sem við erum að gera. Við tókum taxa þangað en....þurftum að taka lestina til baka þvílíkt vesen maður =(. Jæja ég er hérna aftur á föstdagskvöldi bara heima en er kanski að fara út á djammið á morgun, hvað með ykkur segið mér nú sögur úr hversdagsleikanum...eða bara einhverju spennandi.
Bless og vonadi kemur eitthvað meira á þetta blogg!!
Ásta pásta
Birt af Ólöf kl. 11:38 e.h. |
föstudagur, febrúar 11, 2005
Halló allir
Hæ þið, ákvað að láta heyra aðeins í mér....og takk fyrir að muna eftir mér, þykir mjög vænt um það...en það er soldið annað sem þið hafið ekki munað eftir...ekki frekar en ég þegar kemur að ykkur.
Allaveganna þá var smá presentation í dag fyrir loka verkefnið okkar næstu önn, ég var svo ekki tilbúin fyrir það bullaði bara og þóttist vita hvað ég væri að segja...það var ekki sannfærandi. Ég var sem sagt vakandi í alla nótt að teikna sex myndir, vaknaði snemma í morgun og fór í skólan hélt þessa ömurlega kynningu og fyllti mótið af lestinni sem ég er að gera fyrir sýninguna í mars. Fór svo og fékk mér kaffi til að vekja mig til að geta farið út að borða með stelpunum á tæ stað. Við fengum mjög góðan mat eins og alltaf þarna og vínflösku með. Ég sem sagt kom bara snemma heim á föstudags kvöldi og ákvað að taka til í herberginu mínu, ég er svo þreytt að ég gekk bara í hringi eins og sombí...hvað er það uppvakningur!? já sem sagt ákvað frekar að ímeila einhvern. Hvað er svo að gerast hjá ykkur er afmælið hans Rubens á morgun eða hvað??
Ég segi þá bara bless í bili.
Ásta
Birt af Ólöf kl. 10:37 e.h. |
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
mánudagur, febrúar 07, 2005
:o)
Sælar skvísur og takk fyrir síðast. Ég skemmti mér alveg konunglega og vil ég þakka gestgjöfunum alveg sérstaklega fyrir þetta frábæra kvöld...það var allt til fyrirmyndar nema kannski seinagang í örfáum einstaklingum :o( (ég var komin með hjartsláttatruflanir af stressi en það lagaðist þegar ég var komin á svæðið).
Er einhver hér sem fylgist með genginu...er dollarinn nokkuð að hækka.....
Ætla að hringja svo í Flugleiðir og athuga með verð á flugi.
Læt ykkur svo vita hvernig það fer
Ta ta
Birt af Nafnlaus kl. 1:52 e.h. |
FLUGLEIÐIR
Jæja var að tjatta við hana Þorbjörgu hjá Flugleiðum og hún reiknaði aðeins fyrir mig. Ég sagði henni að við þyrftum bæði flug og bíl og hún reiknaði þetta fyrir okkur og sá að þetta yrði í kringum 80.000 kr á manninn. Þ.e.a.s. flug og bíll= 80.000.- á mann. Hélt að það yrði dýrara. Þetta eru tveir bílar og nokkuð stórir. Þurfum að hafa hraðar hendur þar sem það er allt að fyllast...sérstaklega þar sem um er að ræða stóran hóp. Erum við að tala um dagsetninguna 2. ágúst-16. ágúst!!! Koma svo...allir að svara og svo verðum við að fara að kíkja á þetta...spurning hvort það eru fleiri búnir að athuga þetta eitthvað líka og hafa kannski fengið betri díl ;o)
Birt af Nafnlaus kl. 1:17 e.h. |
sunnudagur, febrúar 06, 2005
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Morðkvöld framhald
Halló allir saman
Nú eru allir búnir að fá send boðskort á morðkvöldið. Ég sendi Elsu á hotmail adressuna, láttu vita ef þú ert ekki búin að fá hlutverkin ykkar. Það að Ruben vanti er svolítið vandamál, en er hægt að leysa með því að Thelma sleppi því hlutverki sem henni var úthlutað og taki upp hlutverk Rubens. ATH ef þið ákveðið að gera það þarf að láta mig vita fyrir föstudaginn svo ég geti breytt útgáfunni af leiknum.
Ég mæli sterklega með því að þið leggið ykkur öll fram við að klæða ykkur sem mest í karakter og reynið að kynnast ykkar karakter svolítið áður en þið mætið svo þetta verði nú gaman. Mér skilst að þetta sé mest gaman ef fólk leggur sig fram við að gera sig að fífli og við Grímur erum að undirbúa okkur í að gera akkúrat það.
Kveðjur Dögg
Birt af Ólöf kl. 11:01 e.h. |