föstudagur, febrúar 11, 2005

Halló allir

Hæ þið, ákvað að láta heyra aðeins í mér....og takk fyrir að muna eftir mér, þykir mjög vænt um það...en það er soldið annað sem þið hafið ekki munað eftir...ekki frekar en ég þegar kemur að ykkur.
Allaveganna þá var smá presentation í dag fyrir loka verkefnið okkar næstu önn, ég var svo ekki tilbúin fyrir það bullaði bara og þóttist vita hvað ég væri að segja...það var ekki sannfærandi. Ég var sem sagt vakandi í alla nótt að teikna sex myndir, vaknaði snemma í morgun og fór í skólan hélt þessa ömurlega kynningu og fyllti mótið af lestinni sem ég er að gera fyrir sýninguna í mars. Fór svo og fékk mér kaffi til að vekja mig til að geta farið út að borða með stelpunum á tæ stað. Við fengum mjög góðan mat eins og alltaf þarna og vínflösku með. Ég sem sagt kom bara snemma heim á föstudags kvöldi og ákvað að taka til í herberginu mínu, ég er svo þreytt að ég gekk bara í hringi eins og sombí...hvað er það uppvakningur!? já sem sagt ákvað frekar að ímeila einhvern. Hvað er svo að gerast hjá ykkur er afmælið hans Rubens á morgun eða hvað??
Ég segi þá bara bless í bili.
Ásta