Er ekki allt í lagi hérna bloggið bara dautt. Sko ef þið getið ekki skrifað á bloggið svo ég geti fylgst með ykkur þá verðið þið að ímeila mig persónulega....eða kanski ætti ég að gera það sjálf og athuga hvort ég fái viðbrögð. Annars er búið að vera rosa mikið að gera í vikunni eins og bara alltaf. En gaf mér samt tíma til að fara aðeins á pöbbinn á mánudaginn og á listaopnun á þriðjudaginn, þar sem vinur vinkonu minnar var að dj-a. Svo var engin meiri tíma fyrir svona eftir það vinna vinna vinna. Ég var alveg til kl 9 í skólanum í gær eða þangað til ég var rekin út. Svo þurfti ég að mæta kl 9 daginn eftir og fara með allt dótið okkar suðreftir...út í raskat (nálægt þar sem ég var óper fyrir 7 árum síðan), til að hafa afnot af stúdíói sem einn kennarinn er með, því ein vél í skólanum var ekki nógu stór. Vááá þetta er alveg svakalega stór mono rail sem við erum að gera. Við tókum taxa þangað en....þurftum að taka lestina til baka þvílíkt vesen maður =(. Jæja ég er hérna aftur á föstdagskvöldi bara heima en er kanski að fara út á djammið á morgun, hvað með ykkur segið mér nú sögur úr hversdagsleikanum...eða bara einhverju spennandi.
Bless og vonadi kemur eitthvað meira á þetta blogg!!
Ásta pásta
föstudagur, febrúar 18, 2005
Er bloggið daut??!!
Birt af Ólöf kl. 11:38 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|