Sælar og blessaðar
Ég ákvað að taka áskorun Ástu og skrifa fréttir. Látum okkur nú sjá, ég er að vinna á slysó núna, það er voða gaman en mikil vinna. Miklu meiri yfirvinna en á hinum deildunum. Ég klára slysó um mánaðarmótin og fer þá yfir á skurðdeild, með því hefst síðasti kaflinn á kandidatsárinu mínu´, þá er ég loksins orðinn læknir.
Vegna þess hversu mikið hefur verið að gera hef ég ekki getað föndrað mikið í vetur en nú fer að rofa til ( lítil yfirvinna á skurðinu) og var ég að kaupa mér mosaík flísar og tréplötur til að gera barborðið loksins. Að vísu datt ég líka aftur ofaní kortin og er að vinna með nýja tækni sem verður afhjúpuð í næstu jólakortum..... mjög spennandi.
Ég er búin að vera voða löt í ræktinni vegna mikillar vinnu en eftir að ég fór að taka eftir að fötin mín eru aðeins þrengri á mig en venjulega þá er ég aftur að fara á skrið í ræktinni. Maður má ekki slappa af í 5 mínútur, mikið öfunda ég ykkur sem ekkert þurfið að passa uppá þyngdina en svona er nú víst lífið.
Við Grímur forum á food and fun á argentínu á föstudaginn, mjög góður matseðill og vorum búin að rölta á 2 söfn áður. Þjóðmenningarsafnið og hafnarhúsið. Við fórum svo pínu út að djamma. Á laugardagin kíktum við á listskautasýningu í laugardag og svo var unglæknadagurinn um kvöldið. Hann var á þjóðleikhúskjallaranum og var mjög fínn matur og vel veitt af víni , seinna um kvöldið voru samtökin 78 með ball og fylltist allt af gay karlmönnum sem voru að kela útum allt. Ég hitti gamla félagann minn úr dansinum og Hrafnistu Róbert sem sagði "ég vissi alltaf að þú værir lesbía" hmmmmmm
þetta er nú það helsta sem er að frétta af mér, ég skora á Elsu ap skrifa næsta pistil
Kveðja D-gg
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Fréttir
Birt af Ólöf kl. 4:41 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|