mánudagur, febrúar 07, 2005

FLUGLEIÐIR

Jæja var að tjatta við hana Þorbjörgu hjá Flugleiðum og hún reiknaði aðeins fyrir mig. Ég sagði henni að við þyrftum bæði flug og bíl og hún reiknaði þetta fyrir okkur og sá að þetta yrði í kringum 80.000 kr á manninn. Þ.e.a.s. flug og bíll= 80.000.- á mann. Hélt að það yrði dýrara. Þetta eru tveir bílar og nokkuð stórir. Þurfum að hafa hraðar hendur þar sem það er allt að fyllast...sérstaklega þar sem um er að ræða stóran hóp. Erum við að tala um dagsetninguna 2. ágúst-16. ágúst!!! Koma svo...allir að svara og svo verðum við að fara að kíkja á þetta...spurning hvort það eru fleiri búnir að athuga þetta eitthvað líka og hafa kannski fengið betri díl ;o)