Hæ allir
Hvernig líst ykkur á að við höldum smá útihátíð á svölunum í Vesturberginu á föstudagskvöldið fyrir þá sem eru í bænum af háksmeðlimum um verslunarmannahelgina. Ef við myndum bara hver koma með kjöt eða eitthvað fyrir sig á grillið og bara hittast og hafa það gaman.
Ef það er áhugi fyir þessu látið þá endilega vita í commentum.
Sjáumst þá vonandi hress og kát annað kvöld
kveðja Bryndís
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Inni- og útihátíð
Birt af Ólöf kl. 10:46 f.h. |
mánudagur, júlí 25, 2005
Pay up
Howdy kids, ég flyt skilaboð frá fyriheitna landinu...var að spjalla við Ruben.
Planið er að ganga frá ferðareikningnum sem allra fyrst þannig að þeir sem eiga eftir að greiða inn á hann þurfa að gera það. Þið getið spurt Ólöfu hvort ykkar upphæð er öll komin inn.
Er ég að gleyma einhverju ??....gæti verið....allir komnir með vegabréf ?..........Er ekki planið að hópurinn hittist allur áður en við leggjum í hann ?....Komast allir kvöldið fyrir, Ruby Thuesday´s eða Friday´s ?
One to beam up
Fjalar
Birt af Elsa kl. 9:51 e.h. |
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Heimboð
Halló Stelpur, ég kem hiem á mánudaginn 25. Júlí. Þann 26 júlí er öllum boðið í heimsókn til mín svo ég þurfi ekki að fara heim til allra eins og ég geri alltaf þegar ég kem heim. Þær sem eiga börn geta látið pabbana vera heima og þið stelpurnar komið til mín, fyrirgef Thelmu samt alveg með nokkra daga gamalt barn. Þær sem eru bissí geta bara rent við, þið þurfið ekkert að eiða öllum deginum hjá mér! Eru þetta nógu skýr skilaboð.
Sé ykkur seinna
Ásta
Birt af Ólöf kl. 10:24 e.h. |
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Alþjóðlegt ökuskírteini!!!
Sælar skvísur og USA farar ;o)
Var að tala við Ólöfu um daginn og þá kom í ljós að hún gleymdi að sækja um alþjóðlegt ökuskírteini...þannig að það er spurning hvort það er einhver einn í viðbót sem væri til í að sækja um það svo það séu fjórir bílstjórar. Ætli ég skelli mér ekki með mína mynd á morgun svo ég nái nú að fá skírteinið áður en ég fer út en endilega finnið einhvern einn í viðbót sem er til í að vera vara bílstjóri :o)
Annars er bara allt fínt að frétta af mér. Erum að bíða eftir svari með það hvort Óli komist til Boston eða ekki :oS en við vonum bara það besta :o)
Mamma og pabbi ákváðu að skella sér til Mallorca og ætla þau að fara 27. júlí og vera í tvær viku. Hringdu í Heiðu Björg um helgina og buðu henni með, sem hún auðvitaði þáði. Ekki amalegt að vera eina barnabarnið hehehe.
Svo er ég bara orðin voða spennt og get varla beðið eftir því að komast út...JÍHA
ADIOS AMIGOS
Birt af Nafnlaus kl. 1:19 e.h. |
laugardagur, júlí 16, 2005
fimmtudagur, júlí 14, 2005
TIL HAMINGJU MEÐ PRINSESSUNA THELMA, JÓI OG RÚNAR ÖRN
Hjartanlega til hamingju með skvísuna. Það verður gaman að sjá hvort hún líkist bróður sínum eitthvað. En vá hvað hún er lítil... bara algjör mús :o) Hún hefur bara ákveðið að leyfa þér að batna aðeins áður en hún kæmi í heiminn, mjög tillitssöm ung dama hehe.
Bíddu hitti einhver á réttan dag....ef ekki þá megið þið alveg nota Sigurveigar nafnið ;o)
Birt af Nafnlaus kl. 3:40 e.h. |
mánudagur, júlí 11, 2005
Takk fyrir helgina
Hæ allir og takk fyrir komuna í sveitina. Við skemmtum okkur mjög vel og ótrúlegt að hægt sé að rúma heilan matarklúbb í fortjaldinu á tjaldvagni Bryndísar og Rúnars. Rigninginn skemmdi svolítið fyrir, en ef það hittir á betri veðurdag í sumar eru þið afar velkomin í heimsókn í sveitina, ég lofa ís og sundferð.
Ég er alltaf jafn óheppin, í gærkvöldi þegar ég var að sækja Grím á fótboltavöllinn, og sat í bílnum með drepið á vélinni. Það var maður sem var að fara inn í jeppa fyrir framan mig og horfði á mig svolítið áður enn að fór inn í jeppann. Eins og hann væri að reyna að vita hver ég væri. Svo ræsti hann jeppann og keyrði áfram. Allt í einu setur hann í bakkgír og bakkar beint á mig. Ég kveikti á bílnum í dauðans ofboði og næ að ýta á flautuna akkúrat þegar kúlan á bílnum hans var að brjóta framljósið. Þá var hann bara alveg búinn að gleyma mér þarna. Var alveg miður sín greyið. Grímur var útá fótboltavelli og fannst þetta voða fyndið, þar til hann sá hvaða bíl var verið að klessa.....
En ég er með gott réttingarverkstæði og þeir ætla að laga bílinn fyrir mig á morgun þannig að hann nær ekki að vera klesstur í lengur en 48 klst. Verkstæðið heitir Bílaréttingar Gunnars og Björns og er á Bíldshöfða 14 ef þið þurfið á að halda. Og þessi indæli en þó svo utanviðsig maður á fótboltavellinum borgar.
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 1:17 e.h. |
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Hryðjuverkaárás í London í morgun!!! :-(
Jahérna hér.....þetta hættir bara aldrei. Vona bara að það verði ekki meira um sprengjur þar í dag eða framvegis. Er búin að reyna að ná í Ástu en ég næ ekki símasambandi við hana, en Ásta ef þú sér þetta blogg, endilega láttu nú vita af þér þannig að maður fari nú ekki að deyja úr áhyggjum hér heima. Það verður meira um þetta í 12 fréttum á eftir, en vonandi hafa ekki margir látist í dag.
Jæja vonandi heyrum við í Ástu sem fyrst.
Birt af Thelma kl. 10:59 f.h. |
þriðjudagur, júlí 05, 2005
Sveitaklúbbur
Það stefnir í ágætisveður um helgina og stefnt er á matarklúbb á laugardagskvöldið kl 20.00. Bærinn heitir Brautarhóll og er fremst til vinstri í Reykholti. Leiðin er mjög einföld, þið keyrið yfir Hellisheiðina og að Selfossi. Rétt áður en að komið er inn á Selfoss beygið þið til vinstri inn undir fjallið og keyrið sem leið liggur í gegnum Grímsnesið og áfram beygjulaust þar til þið keyrið inn í Reykholt.
Sumir ætla að mæta kvöldið áður og tjalda á lóðinni. Það verður þá séns á skoðunarferðum, sundferð og ferð á pöbbinn. Fín uppbót fyrir útileiguna sem við erum ekki enn búin að fara í í sumar.
By the way, góða ferð til USA ÓLöf, þín verður sárt saknað næsta mánuðinn. Og Thelma, damnn ég tapaði veðmálinu.......
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 6:23 e.h. |
mánudagur, júlí 04, 2005
Jæja Thelma
Er nokkuð farið að gerast hjá þér...manst að halda henni inni í 6 daga í viðbó ;o)
Hvað segiði...hvað eigum við að hafa í pottinum :o)
Birt af Nafnlaus kl. 12:45 e.h. |