þriðjudagur, júlí 05, 2005

Sveitaklúbbur

Það stefnir í ágætisveður um helgina og stefnt er á matarklúbb á laugardagskvöldið kl 20.00. Bærinn heitir Brautarhóll og er fremst til vinstri í Reykholti. Leiðin er mjög einföld, þið keyrið yfir Hellisheiðina og að Selfossi. Rétt áður en að komið er inn á Selfoss beygið þið til vinstri inn undir fjallið og keyrið sem leið liggur í gegnum Grímsnesið og áfram beygjulaust þar til þið keyrið inn í Reykholt.

Sumir ætla að mæta kvöldið áður og tjalda á lóðinni. Það verður þá séns á skoðunarferðum, sundferð og ferð á pöbbinn. Fín uppbót fyrir útileiguna sem við erum ekki enn búin að fara í í sumar.

By the way, góða ferð til USA ÓLöf, þín verður sárt saknað næsta mánuðinn. Og Thelma, damnn ég tapaði veðmálinu.......

Kveðja Dögg