Hæ allir og takk fyrir komuna í sveitina. Við skemmtum okkur mjög vel og ótrúlegt að hægt sé að rúma heilan matarklúbb í fortjaldinu á tjaldvagni Bryndísar og Rúnars. Rigninginn skemmdi svolítið fyrir, en ef það hittir á betri veðurdag í sumar eru þið afar velkomin í heimsókn í sveitina, ég lofa ís og sundferð.
Ég er alltaf jafn óheppin, í gærkvöldi þegar ég var að sækja Grím á fótboltavöllinn, og sat í bílnum með drepið á vélinni. Það var maður sem var að fara inn í jeppa fyrir framan mig og horfði á mig svolítið áður enn að fór inn í jeppann. Eins og hann væri að reyna að vita hver ég væri. Svo ræsti hann jeppann og keyrði áfram. Allt í einu setur hann í bakkgír og bakkar beint á mig. Ég kveikti á bílnum í dauðans ofboði og næ að ýta á flautuna akkúrat þegar kúlan á bílnum hans var að brjóta framljósið. Þá var hann bara alveg búinn að gleyma mér þarna. Var alveg miður sín greyið. Grímur var útá fótboltavelli og fannst þetta voða fyndið, þar til hann sá hvaða bíl var verið að klessa.....
En ég er með gott réttingarverkstæði og þeir ætla að laga bílinn fyrir mig á morgun þannig að hann nær ekki að vera klesstur í lengur en 48 klst. Verkstæðið heitir Bílaréttingar Gunnars og Björns og er á Bíldshöfða 14 ef þið þurfið á að halda. Og þessi indæli en þó svo utanviðsig maður á fótboltavellinum borgar.
Kveðja Dögg
mánudagur, júlí 11, 2005
Takk fyrir helgina
Birt af Ólöf kl. 1:17 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|