Sælar skvísur og USA farar ;o)
Var að tala við Ólöfu um daginn og þá kom í ljós að hún gleymdi að sækja um alþjóðlegt ökuskírteini...þannig að það er spurning hvort það er einhver einn í viðbót sem væri til í að sækja um það svo það séu fjórir bílstjórar. Ætli ég skelli mér ekki með mína mynd á morgun svo ég nái nú að fá skírteinið áður en ég fer út en endilega finnið einhvern einn í viðbót sem er til í að vera vara bílstjóri :o)
Annars er bara allt fínt að frétta af mér. Erum að bíða eftir svari með það hvort Óli komist til Boston eða ekki :oS en við vonum bara það besta :o)
Mamma og pabbi ákváðu að skella sér til Mallorca og ætla þau að fara 27. júlí og vera í tvær viku. Hringdu í Heiðu Björg um helgina og buðu henni með, sem hún auðvitaði þáði. Ekki amalegt að vera eina barnabarnið hehehe.
Svo er ég bara orðin voða spennt og get varla beðið eftir því að komast út...JÍHA
ADIOS AMIGOS
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Alþjóðlegt ökuskírteini!!!
Birt af Nafnlaus kl. 1:19 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|