Matarklúbburinn ?????
Hvernig er það er hann eitthvað að detta uppfyrir, það hefur ekki verið klúbbur síðan Dögg og Grímur héldu í júní eða júlí, er það ekki rétt hjá mér og þar áður var í maí hjá mér og Rúnari. Eru allir svona busy eða erum við að missa áhugann, hvað segið þið ?
Við Rúnar vorum að spá í með desemberklúbbinn hvort það væri áhugi hjá ykkur í stað þess að hafa hefðbundinn jólaklúbb færum við saman á jólahlaðborð saman.
Hvernig er hljómgrunnur fyrir því, endilega segið ykkar skoðun.
bestu kveðjur frá Selfossi
mánudagur, nóvember 28, 2011
Matarklúbburinn okkar
Birt af Bryndís kl. 8:47 e.h. |
sunnudagur, nóvember 13, 2011
föstudagur, október 28, 2011
Matarklúbbur
Ólöf, Ruben & Ásta og Thelma & Jói ætla halda óhefðbundin matarklúbb saman sunnudaginn 13 nóvember. Allir að mæta í sínu fínasta pússi, vera sætir og búnir að æfa brosið því það verður hópmyndataka. Allir með, börnin líka. Eftir myndatökuna fáum við okkur smá snarl.
Það er ekki alveg ákveðið hvar þetta verður og klukkan hvað en á bilinu kl 15:00 einhverstaðar í Breiðholtinu eða Kópavoginum.
Birt af Ásta kl. 3:01 e.h. |
miðvikudagur, september 14, 2011
Stelpukvöld
Hæ.
Birt af Elsa kl. 11:35 e.h. |
mánudagur, september 05, 2011
Hafiði séð nakið lamadýr ?? :)
Langaði aðeins að vekja þessa síðu af blundinum sínum. Bara svona til gamans þá fann ég mynd af allsberu lamadýri, mátti til með að pósta henni hingað, vona að það heppnist :) Kveðja Bryndís
Birt af Bryndís kl. 5:52 e.h. |
mánudagur, ágúst 15, 2011
Café Elsa
Jæja þá er hittingur á miðvikudaginn heima hjá Elsu kl 20:30. Við þurfum virkilega að hittast núna og er fínt að gera það í heimahúsi. Það væri upplagt að halda þetta út veturinn þar sem við vorum búnar að gera tilraun að hittast á kaffihúsi reglulega...en það datt upp fyrir. Kanski þetta haldist betur þennan háttin. Allaveganna, þá ætla ég að koma með kryddbrauð ala Dögg og væri ágætt ef einhver annar gæti keypt gos. Elsa ætlar að baka eða kaupa sæta köku og ef einhver annar vill kaupa meira af einhverju þá má það.
Endilega látið vita hvort þið komist og sfv.
Birt af Ásta kl. 11:23 f.h. |
laugardagur, júlí 16, 2011
"kaffihús" heima hjá mér næsta fimmtudagskvöld 21.júlí :-)
Jæja skvísur aðeins að lífga upp á bloggið okkar :-) Ólöf mætti í afmæli Söru Daggrósar í dag og okkur datt í hug að halda svona "kaffihúsastemningu" heima hjá mér næsta fimmtudag (vorum reyndar ekki búnar að negla daginn en þetta er hugmynd). Ég verð ein heima með krakkana frá miðvikudegi og í 10 daga á meðan Jói verður í Tyrklandi og langar mig í félagsskap á meðan hehe :-) Endilega látið mig vita ef þetta hentar ykkur eða hentar ykkur alls ekki, en þær koma bara sem komast (samt fínt að vita fjöldann upp á hressingu að gera fyrir ykkur, þá get ég farið að baka híhí). Fínt að mæta um 21, þá ætti allavega Eva Lind að vera sofnuð og hin komin í ró og á leiðinni í háttinn. Svo ætti ég örugglega að getað reddað pössun eitthvert kvöldið ef einhver önnur er svo líka til í að bjóða heim (eða að fara á kaffihús), sem sagt ég er komin með fráhvarseinkenni að hitta ykkur skvísur svona sjaldan og vil ég endilega bæta úr því sem fyrst.....já og ef engin önnur býður sig fram sem gestgjafa er ég alveg til í að bjóða ykkur svo aftur í heimsókn vikuna á eftir áður en karlinn kemur heim :-)
Birt af Thelma kl. 9:09 e.h. |
miðvikudagur, júní 08, 2011
26 júní
Halló allir
Birt af Dögg kl. 10:12 f.h. |
þriðjudagur, júní 07, 2011
Afmælisboð
Hæ hæ
Birt af Bryndís kl. 5:04 e.h. |
miðvikudagur, apríl 27, 2011
Sumarbústaðaferð
Hæ
Bústaðarferð 6.7 og 8 maí. Eru allir til í þá dagsetninu? Eru þið spentar fyrir að vera alla helgina eða aðeins eina nótt. Ég veit að Bryndís er upptekin á föstudeginum og mundi þá koma á laugardeginum, það væri bara í fínu lagi. Ég er hugsanlega kanski að byrja á námskeiði í maí, ef ég byrja í maí þá er ég laus um hálf níu. Annars gætum við bara lagt af stað eftir vinnu eða eitthvað. Gætum kanski fengið okkur bara að borða á leiðinni upp í bústað.
Hvað eru þið að hugsa?
Kveðja Ásta
Birt af Ásta kl. 7:28 e.h. |
laugardagur, mars 26, 2011
Matarklúbbur ÁRÓ
Góðan dag.
Við erum búnar að ákveða dagsetningu næsta matarklúbbs sem verður þann 16. apríl.
Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa nákvæma tölu á því hverjir koma og hverjir koma ekki vegna flókinna matargerðar.
Góðar stundir.
Ásta og Ólöf (og Búben).
Birt af Ólöf kl. 11:13 e.h. |
þriðjudagur, febrúar 15, 2011
Matarklúbbur
Hæ hæ.
Við ætlum að halda matarklúbb laugardaginn 26.febrúar. Vonum að sem flestir komist. Þetta verður hefðbundinn matarklúbbur þ.a þið megið mæta svöng kl 19:00 :)
Við völdum þennan dag því hann er síðasti helgardagurinn í febrúar svo þið hafið smá svigrúm til að hafa hitting áður ef þið viljið Sigurveig.
Hlakka til að sjá ykkur :)
Birt af Elsa kl. 4:01 e.h. |
sunnudagur, janúar 23, 2011
Kaffihús
Hæ skvísur :)
Mig, Thelmu og Bryndísi langar að fara á kaffihús næsta föstudagskvöld. Hvað segið þið hinar? Eigum við ekki að halda áfram að prófa nýja staði? Hvert fóruð þið síðast?
Dögg mín, ég vona að krílið fari að láta sjá sig. Ég fylgist spennt með á facebook og segi bara gangi þér vel! :)
Svo er ég orðin mjög spennt að vita hvenær næsti matarklúbbur verður :) Eruð þið nokkuð búin að ákveða dag Sigurveig?
Birt af Elsa kl. 3:50 e.h. |