föstudagur, desember 31, 2004

Gleðileg jól og bráðum gleðilegt nýtt ár!!!

Af okkur er bara allt gott að frétta, erum búin að hafa það alveg rosalega gott yfir hátíðirnar og enn á það eftir að batna þegar við borðum kalkún í kvöld heima hjá mömmu og pabba.....nammi, namm....og skjótum upp rakettum!!

Ég er að fara til Danmerkur klukkan 8 í fyrramálið, þannig að ekki verður mikið úr geðveiku partýi þetta árið, en þeir hákar sem verða í bænum um áramótin geta komið yfir til okkar í smá teiti....eða frekar rólegt teiti.....eftir klukkan 1 í nótt ef það er áhugi fyrir hendi. ...og svo má ég líka ekki drekka áfengi næstu mánuðina....hehehe!!!

Váááá.....það er geðveik snjókoma úti núna, eitthvað sem vantaði á aðfangadag.....en betra er seint en aldrei. Vona bara að það verði búið að stytta upp í nótt þegar maður fer að sprengja upp flugeldana....og líka þegar ég á að fara að fljúga á morgun.

Jæja ætlaði bara að halda síðunni gangandi.

Sjáumst hress annað hvort í kvöld eða í partýi hjá Ólöfu og Ruben á nýju ári!!!

Gleðilegt ár allir saman!


þriðjudagur, desember 21, 2004

Þetta er allt að koma...

Jæja, þarf bara að þvo á mér hárið, borða og keyra svo upp í Smáralind til að klára jólagjafainnkaupin. Reyndar er ég í dálitlum vandræðum því ég veit ekki alveg hvað ég á eftir að kaupa margar gjafir... er ekki viss hvernig pakkamálin standa á milli ákveðinna einstaklinga. Ætli að ég verði ekki að komast að því allaveganna fyrir aðfangadag.
Settum upp jólatréð í fyrrakvöld þar sem við vildum ekki skilja það eftir fyrir utan ef einhverjum fingralöngum einstaklingum dytti í hug að redda sér ódýru jólatréi. Við erum samt ekki búin að skreyta það og þó svo ég væri búin að því þá myndi hvort sem er enginn taka eftir því þar sem þetta tré er aðeins stærra en ég hélt það væri þegar að við skoðuðum það í Blómaval... Sjitt, nú verð ég bara að fara að kaupa jóltrésskraut og 200 pera ljósaseríu!
Hvernig gengur annars hjá ykkur? Er allt tilbúið fyrir jól??
Kv. ólöf

þriðjudagur, desember 14, 2004

Jólamatarklúbbur

Jæja þá er komið að jólamatarklúbbnum í ár.
Eins og í fyrra þá ætlum við Rúnar að halda hann og bjóða ykkur upp á ekta hangikjöt. Mæting er sem sagt hjá okkur á sunnudaginn 19. desember og vonandi geta allir mætt. Ef einhver kemur ekki væri mjög gott að vita það. Er ekki bara best að byrja í fyrra lagi og mæta klukkan fimm, það er náttúrulega vinna hjá flestum daginn eftir. Svo höldum við litlu jólin eftir matinn og opnum pakkana :) Ég man ekki hvað hámarkið var á gjöfunum í fyrra en það var allavega einhver miskilningur, sumir komu með tvo pakka og aðrir einn. Eigum við ekki bara að hafa það þannig að hver og einn komi með pakka. Þannig að það eru tveir pakkar á par og einnig einn pakki fyrir hvert barn. Hámark fyrir hvern pakka er 500 - 800 kr. þannig að hámarksupphæð fyrir par er ca. 1000-1600 kr. Hvernig líst ykkur á þetta svona?
kveðja Bryndís

föstudagur, desember 10, 2004

Til hamingju með daginn...

Ég vil bara óska Thelmu hjartanlega til hamingju með sinn heittelskaða. Það hefði verið gaman að geta kíkt í veisluna en þar sem það er próf á morgun þá verður maður að láta það ganga fyrir (þið hefðuð átt að hafa þetta á morgun haaaaaaaaaaaaaaa). Jæja svona er nú bara lífið ;o)
Vona að þið skemmtið ykkar bara sem allra best í kvöld og ég bið að heilsa afmælisbarninu.
HÚRRA HÚRRA HÚRRA (nennti ekki að pikka inn afmælissönginn)

Bless í bili

þriðjudagur, desember 07, 2004

hugleiðingar í desember

Jæja stúlkur

Ég er búin að vera að velta því mikið fyrir mér undanfarna daga hversu mikið mál er að vera í vinnu alla daga versus það að vera í skólanum. Þegar maður var í skólanum gat maður sleppt því að þrífa í mánuð því að þegar prófin voru búin þá hafði maður lausan tíma og gat þess vegna dúllað sér við þetta allan daginn

Einnig var voða gott að standa upp frá bókunum af og til og setja í vél. Þar af leiðandi voru alltaf til hrein föt.

Maður gat stungið af í hádeginu og farið í bankann og farið klukkutíma fyrr heim ef maður vildi. Ef maður var svaka latur gat maður skrópað í skólann í 2-3 daga og mætt svo aftur til í tuskið.

Núna er maður á fullu í átta tíma í vinnunni og getur engum prívat erindum sinnt á þeim tíma. Klukkan fjögur er svo mikil traffík að það tekur óratíma að komast í það að sinna þeim erindum sem maður þarf að sinna. Klukkan sex þegar heim er komið þarf svo að sinna þessum þó fáum heimilisstörfum sem fylgja því þegar maður er einn í heimili. Svo borða og fyrr en varir er ekki nema 3 - 4 klst eftir af deginum. Þá er eftir að heimsækja fjölskydumeðlimi, sinna vinum , reyna að eiga áhugamál, lesa eitthvað annað en skólabækur, fara í ræktina og slappa af.

Þar eð ég er búin að vera í skóla í 20 ár samfellt þá er þetta algjörlega ómögulegt fyrir mig að finna útúr því hvernig ég á að getað sinnt 160% vinnu og öllu hinu líka. Þar eð margar ykkar hafa meiri reynslu af þessu en ég og eruð meira að segja með börn!!!!!!! þá langar mig að biðja um praktísk ráð til að komast hjá því að ég vakni upp marga morgna í röð og öll fötin mín eru skítug, heimilið drulluskítugt og ég veit ekki hvað er í fréttum síðastliðnar 2 vikur.

Kveðja Dögg

mánudagur, desember 06, 2004

Dagskráin :)

Dagskrá:

Þriðjudagur: Flogið til Washington, lent seint um kvöld, bílar sóttir,
farið upp á hótel/mótel
miðvikudagur: Washington
fimmtudagur: ½ dagur Washington, ½ dagur Atlantic city
föstudagur: Atlantic city
laugardagur: Phildadelphia – Mutter museum, keyrt til New York
sunnudagur: New York
mánudagur: New York
þriðjudagur: Six Flags þemagarður, sofið í New York
miðvikudagur: Montreal
fimmtudagur: Montreal
föstudagur: Boston
laugardagur: Boston
sunnudagur: Boston

mánudagur: Old Silver Beach (strönd fyrir utan Boston)
þriðjudagur: Ísland

sunnudagur, desember 05, 2004

Hæ hó

Hittumst nokkur í gær til að ræða skipulag Boston ferðarinnar. Nenni ekki að setja inn hvað gerðist (sorrí). Fundum einhvern bíl sem er tilvalinn og einnig kom fram hugmynd um kostnað sem mun verða eitthvað í kringum hundraðþús með flugi, bíl og hótelkostnaði. Þetta lítur því allt saman mjög vel út. Mig langar þó til að mæla með því að við einföldum ferðina aðeins hvort sem sú hugmynd verður felld eður ei. Einnig væri mjög gott að vita hvort einhverjir séu búnir að ákveða 100% að þeir ætli ekki með!! Þá á ég ekki við þau sem eru ekki viss hvort þau komist. Við ætlum auðvitað öll að fara saman en ef einhver hafa komist að þeirra niðurstöðu að þau ætli ekki að koma með þá væri mjög gott að vita það.
Minni en á kjörbókina.
kv. ólöf

fimmtudagur, desember 02, 2004

Hæbbs

Jæja þá. Var að kíkja á stöðuna á kjörbókinni og vil ég enn og aftur minna ykkur á að borga inn á hana. Staðan á bókinni er 81000 og er það að miklu leyti Sigurveigu að þakka eftir veglega innborgun í dag. Til hamingju með það að vera búin :) Þar sem við Ruben viljum ekki vera minni manneskjur en þú, Sigurveig, ákváðum við að klára okkar skammt líka og staðan á bókinni var að breytast í 129.000 !! :) :) :)
Hvernig líst ykkur á að við myndum hittast fljótlega og fara að kíkja á þann kostnað sem við búumst við að fylgi ferðinni??? Þið eruð velkomin hingað til okkar á laugardaginn ef þið hafið tíma. Varðandi það að kaupa dollara fyrir peninginn þá held ég að við ættum aðeins að bíða því dollarinn er enn að lækka, believe it or not! Hann er kominn niður í 64 kr! Þetta lítur því vel út.
Endilega kommentið eins og þið eigið lífið að leysa.
kv. ólöf birna