þriðjudagur, desember 14, 2004

Jólamatarklúbbur

Jæja þá er komið að jólamatarklúbbnum í ár.
Eins og í fyrra þá ætlum við Rúnar að halda hann og bjóða ykkur upp á ekta hangikjöt. Mæting er sem sagt hjá okkur á sunnudaginn 19. desember og vonandi geta allir mætt. Ef einhver kemur ekki væri mjög gott að vita það. Er ekki bara best að byrja í fyrra lagi og mæta klukkan fimm, það er náttúrulega vinna hjá flestum daginn eftir. Svo höldum við litlu jólin eftir matinn og opnum pakkana :) Ég man ekki hvað hámarkið var á gjöfunum í fyrra en það var allavega einhver miskilningur, sumir komu með tvo pakka og aðrir einn. Eigum við ekki bara að hafa það þannig að hver og einn komi með pakka. Þannig að það eru tveir pakkar á par og einnig einn pakki fyrir hvert barn. Hámark fyrir hvern pakka er 500 - 800 kr. þannig að hámarksupphæð fyrir par er ca. 1000-1600 kr. Hvernig líst ykkur á þetta svona?
kveðja Bryndís