föstudagur, desember 31, 2004

Gleðileg jól og bráðum gleðilegt nýtt ár!!!

Af okkur er bara allt gott að frétta, erum búin að hafa það alveg rosalega gott yfir hátíðirnar og enn á það eftir að batna þegar við borðum kalkún í kvöld heima hjá mömmu og pabba.....nammi, namm....og skjótum upp rakettum!!

Ég er að fara til Danmerkur klukkan 8 í fyrramálið, þannig að ekki verður mikið úr geðveiku partýi þetta árið, en þeir hákar sem verða í bænum um áramótin geta komið yfir til okkar í smá teiti....eða frekar rólegt teiti.....eftir klukkan 1 í nótt ef það er áhugi fyrir hendi. ...og svo má ég líka ekki drekka áfengi næstu mánuðina....hehehe!!!

Váááá.....það er geðveik snjókoma úti núna, eitthvað sem vantaði á aðfangadag.....en betra er seint en aldrei. Vona bara að það verði búið að stytta upp í nótt þegar maður fer að sprengja upp flugeldana....og líka þegar ég á að fara að fljúga á morgun.

Jæja ætlaði bara að halda síðunni gangandi.

Sjáumst hress annað hvort í kvöld eða í partýi hjá Ólöfu og Ruben á nýju ári!!!

Gleðilegt ár allir saman!