Hæ hæ
Ég skrifa hérna úr sveitinni núna, við höfum það bara alveg ljómandi gott. Auðvitað búin að borða á okkur gat, hvað annað. Hér er allt á kafi í snjó, við þurfum að geyma bílinn okkar uppi á vegi vegna skafla á planinu og vaða svo snjóskaflana upp að hnjám. Áramótin í ár voru dálítið öðruvísi en ég er vön, fyrir utan það að nú er komið lítið kríli þá var mjög skrítið að sjá fyrst bara sína eigin flugelda og þegar þeir allir voru búnir beið maður og vonaði að sjá einhverja rakettu í loftinu. Svo loksins þegar maður sá eina rakettu voru voða fagnaðarlæti og svo beið maður eftir þeirri næstu o.s.frv. Já þetta var ekki eins og í bænum að maður hefur ekki við að líta í kringum sig til þess að missa ekki af neinu sem er reyndar vonlaust því það er engin leið að sjá allt og fyrir utan það þá týnast manns eigin flugeldar í öllu flugeldahafinu á himninum.
Í dag er dagurinn búin að vera algjör letidagur eins og hjá flestum á nýársdegi og svo er bara að leggja af stað suður á snemma í fyrramálið að því að við eigum að vera mætt í jólaboð á Eyrarbakka kl. 14.
En að lokum segi ég bara gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
kveðja Bryndís
laugardagur, janúar 01, 2005
Gleðilegt ár
Birt af Ólöf kl. 5:45 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|