mánudagur, janúar 31, 2005

MORÐKVÖLD

Jæja rúsínurnar mínar.

Núna er komið að því, það er morðkvöld á laugardaginn. Matur hefst stundvíslega klukkan átta og verður að mæta á réttum tíma í Barðavoginn. Þetta er hugsað sem djammkvöld því er ætlast til að allir komi með vín með matnum og áfengi til eigin nota. Farið verður í bæinn fljótlega uppúr miðnætti. Allir spilastokkar verða gerðir upptækir um leið og þeir sjást. Það hafa allir sín hlutverk og mun ég senda hlutverkin á EMAIL til ykkar og vil ég biðja ykkur um að setja þau inn hér fyrir neðan sem fyrst svo að ég sé örugglega með þau réttu.

Auðvitað mæta allir í búningum sem eru viðeigandi og í karakter........

Kveðja Dögg