Jæja nú er ég í Köben, nánar tiltekið á flugvellinum og er bæði að bíða eftir honum Jóa og svo eftir fluginu heim. Ég þurfti að taka flug klukkan 7:20 í morgun vegna þess að flugið sem Jói og landsliðið í handbolta átti bókað klukkan 10 var uppbókað þannig að ég er búin að vera að bíða á flugvellinum í rúma 3 tíma og enn á ég eftir að bíða í rúma 2 tíma í viðbót vegna þess að flugið til Íslands fer ekki fyrr en klukkan 13:20.....löng bið framundan. En sem betur fer uppgötvaði ég fyrir 5 mín. síðan að það er hægt að kaupa aðgang að þráðlausu interneti í 2 klst fyrir aðeins 50kr danskar (eða um 500 kall) þannig að auðvitað nýtir maður sér það og hangir bara á netinu á meðan maður er að bíða eftir fluginu. Hann Jói lendir eftir svona 10 mín., þá fer ég og fæ mér að borða og svo ætla ég bara aftur að hanga á netinu....hehehe!!
Annars er ég farin að hlakka mjög mikið til kvöldsins.....vona bara að við höldum það út að vaka eitthvað. Við vöknuðum klukkan 3 á íslenskum tíma í morgun til að ná flugrútunni til Gautaborgar þar sem ég tók flug til Köben, en þaðan flýg ég svo heim. ....og ég er alveg dauðuppgefin núna, og klukkan er bara 10:15 á íslenskum tíma.....huhhh!
Ætla ekki annars allir að mæta í kvöld í svakastuði??? Það er orðið mjög langt síðan að við hittumst öll síðast að maður er bara farinn að fá fráhvarfseinkenni....hehehe!!
Jæja hef þetta ekki lengra í bili, sjáumst á Íslandi í kvöld.
Kveðja Thelma og Jói.
|
|